Innlent

Óánægja með nýtt vaktakerfi

Strætisvagnar á ferð.
Strætisvagnar á ferð. MYND/Valgarður Gíslason

Trúnaðarmaður vagnstjóra hjá Strætó lýsir óánægju með nýtt vaktakerfi sem Ásgeir Eiríksson, forstjóri fyrirtækisins kynnti í gær. Vaktakerfið tekur að óbreyttu gildi 9. apríl.

Gamla vaktakerfið átti að vera til bráðabirgða í 10 vikur og er tilkomið vegna nýja leiðakerfisins sem var tekið í notkun á síðasta ári. Vagnstjórar gagnrýndu mikið álag vegna núverandi vaktakerfis og sögðu það meingallað.

Kynning á nýju vaktarplani líkur á fimmtudag. Valdimar Jónsson aðaltrúnaðarmaður vagnstjóra sat fundinn í morgun og er ekki ánægður með tillögur Ásgeirs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×