Innlent

Álandvaka í Hljómalind

Í kvöld fór fram álandvaka á kaffihúsinu Hljómalind. Aðstandendur andvökunnar vildu með henni efla landann til að virkja hugann. Hugmyndin að ál andvöku kviknaði þegar Húsvíkingar héldu álgleði til að fagna ákvörðun Alcoa um staðsetningu álvers á Bakka. Hingað til hefur skort hugmyndir um atvinnustarfsemi sem gæti komið í stað álvers og því vilja aðstandendur ál andvökunnar ráða bót á. Tilgangur kvöldsins var að fá fólk til að setjast niður og setja hugmyndir á blað sem síðan á að koma til stjórnvalda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×