Innlent

Víða ófært norð-vestanlands í gærkvöldi

Fjöldi fólks lenti í erfiðleikum í bílum sínum á fjallvegum noðrvestanlands í gærkvöldi þegar stórhríð og hvassviðri gengu þar yfir og voru margar björgunarsveitir kallaðar út til að aðstoða fólkið.

Ekki er þó vitað til að neinn hafi sakað en víða eru nú yfirgefnir bílar á Holtavörðuheiði, á Vatnsskarði í Húnavatnssýslum og á Steingrímsfjarðarheiði. Þá valt tengivagn aftan úr dráttarbíl við Húnaver þannig að stórir bílar komast ekki framhjá. Björgunarsveitarmenn frá Hvammstanga, Laugabakka og Varmahlíð unnu fram á nótt við að bjarga fólki úr föstum bílum og koma því til byggða og bjrögunarsveitin á Suðureyri var kölluð út í gærkvöldi til að aðstoða fólk í bíl í Súgandafirði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×