Björt framtíð í Suður-Afríku 30. nóvember 2006 09:00 Þykir einn efnilegasti víngerðarmaður heims. Forfallinn veiðimaður sem ætlar að mæta í lax á Íslandi næsta sumar. MYND/Rósa David Finlayson, stjórnandi Glen Carlou-víngerðarinnar, var á leiðinni á Decanter-vínsýninguna í London þegar hann hafði viðkomu hér á Íslandi fyrir skemmstu. Einar Logi Vignisson ræddi við hann. Finlayson virkar við fyrstu kynni fremur hlédrægur og fíngerður en fljótlega kemur í ljós að undir niðri leynist dæmigerður kraftmikill Suður-Afríkumaður sem hefur sterkar skoðanir á víngerð, efnahagsmálum og íþróttum en þetta þrennt var fyrirferðarmikið í samtali okkar. Hann er fyrrum brimbrettakappi en segist í vonlausri þjálfun sem er þó ekki vonlausari en svo að hann stundar fjallahjólreiðar af krafti en sú íþrótt hefur hingað til ekki þótt fyrir nema heldur vel þjálfað fólk. „Meginástæðan fyrir að ég lagði brettinu er sú að ég á tvö lítil börn og þetta er heldur hættulegt sport. Svo spilar inn í að maður verður að vera alveg í toppæfingu til að ráða við stærstu öldurnar og það var farið að fara í taugarnar á mér að ég réði ekki við það sama og í gamla daga. Þannig að ég læt hjólreiðar og veiði duga og er alveg hættur að keppa. Ég ætla að koma aftur til Íslands næsta sumar og fara í lax. Faðir minn var grænn af öfund þegar ég sagði honum að ég væri á leið hingað og spurði mig hvort ég gerði mér minnstu grein fyrir því hversu stórkostlegar árnar á Íslandi væru. Árnar í Suður-Afríku eru flestar minni en hér á landi og erfitt að komast að þeim. Þær eru ekki eins miklar fiskiár og þið búið yfir en á móti kemur að náttúran er stórbrotin og mikið ævintýri að koma sér á bestu veiðistaðina. Oft förum við á kajak eða hjólabátum og syndum svo síðasta spölinn. Stundum mæta veiðimönnum hlébarðar og aðrar skepnur sem þú vilt helst ekki hitta þegar hættulegasta vopnið sem þú ert með er flugustöng!“Lehmann rosaleg týpaGlen Carlou víngerðin var stofnuð árið 1985 af Walter Finlayson föður Davids. Hann hafði starfað sem víngerðarmaður hjá bestu vínframleiðendum Suður-Afríku en lært víngerð í Frakklandi og frönsk áhrif eru áberandi í víngerðinni. Nafn fyrirtækisins er fengið úr nöfnum dætra Walters, en þær heita Lena, Carol og Louise. Syninum David var hins vegar fljótlega falið að stjórna víngerðinni en hann hafði menntað sig í víngerð í háskóla í Suður-Afríku en jafnframt dvalið langdvölum í Bordeaux og í Ástralíu hjá Peter Lehmann.„Það er ótengt núverandi eignarhaldi að ég fór til Lehmanns,“ segir David en Hess Group á bæði Glen Carlou og Peter Lehmann í dag. „Faðir minn hitti Peter fyrst á áttunda áratugnum og mikill vinskapur tókst með fjölskyldum okkar. Peter er alveg rosaleg týpa, dæmigerður Ástrali sem virkar hrjúfur en er með risastórt hjarta. Hann lét mig vinna alveg svakalega mikið, 16 tíma á dag í fjóra mánuði en ég lærði gríðarlega mikið hjá honum. Ástralski stíllinn í víngerð er ansi tæknilegur á meðan franski stíllinn er tilfinningalegur þar sem sagan og hefðirnar ráða för. Það var því skemmtilegt fyrir mig að kynnast þessum tveimur ólíku hefðum og ég hef reynt að taka það besta úr hvorum stílnum í víngerð okkar.“HM verður haldið„Efnahagslífið gengur vel og nýja svarta millistéttin sem ekki var til áður er drifkraftur samfélagsins. Hún er mikilvæg fyrir okkur vínframleiðendur því áður höfðum við fjórar milljónir hvítra sem drukku vín en nú hafa 44 milljónir svartra bæst við og mikið af fólkinu er vel menntað. Við glímum auðvitað við ýmsa erfiðleika, misskiptingin er enn þá gríðarleg og fátæktin yfirþyrmandi sumstaðar.En framtíðin er björt og knattspyrnuáhugamenn þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að HM 2010 klikki. Allt er á fullu í uppbyggingu og Þjóðverjarnir sem skipulögðu keppnina sl. sumar eru mættir niður eftir til að klára þetta með okkur. Það eina sem ég hef áhyggjur af er hvernig okkur mun ganga að taka á móti öllum þeim ferðamönnum sem koma á keppnina. Flugfélögin þurfa að endurskipuleggja sig og auka þarf gistirými.“ Menning Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Sjá meira
David Finlayson, stjórnandi Glen Carlou-víngerðarinnar, var á leiðinni á Decanter-vínsýninguna í London þegar hann hafði viðkomu hér á Íslandi fyrir skemmstu. Einar Logi Vignisson ræddi við hann. Finlayson virkar við fyrstu kynni fremur hlédrægur og fíngerður en fljótlega kemur í ljós að undir niðri leynist dæmigerður kraftmikill Suður-Afríkumaður sem hefur sterkar skoðanir á víngerð, efnahagsmálum og íþróttum en þetta þrennt var fyrirferðarmikið í samtali okkar. Hann er fyrrum brimbrettakappi en segist í vonlausri þjálfun sem er þó ekki vonlausari en svo að hann stundar fjallahjólreiðar af krafti en sú íþrótt hefur hingað til ekki þótt fyrir nema heldur vel þjálfað fólk. „Meginástæðan fyrir að ég lagði brettinu er sú að ég á tvö lítil börn og þetta er heldur hættulegt sport. Svo spilar inn í að maður verður að vera alveg í toppæfingu til að ráða við stærstu öldurnar og það var farið að fara í taugarnar á mér að ég réði ekki við það sama og í gamla daga. Þannig að ég læt hjólreiðar og veiði duga og er alveg hættur að keppa. Ég ætla að koma aftur til Íslands næsta sumar og fara í lax. Faðir minn var grænn af öfund þegar ég sagði honum að ég væri á leið hingað og spurði mig hvort ég gerði mér minnstu grein fyrir því hversu stórkostlegar árnar á Íslandi væru. Árnar í Suður-Afríku eru flestar minni en hér á landi og erfitt að komast að þeim. Þær eru ekki eins miklar fiskiár og þið búið yfir en á móti kemur að náttúran er stórbrotin og mikið ævintýri að koma sér á bestu veiðistaðina. Oft förum við á kajak eða hjólabátum og syndum svo síðasta spölinn. Stundum mæta veiðimönnum hlébarðar og aðrar skepnur sem þú vilt helst ekki hitta þegar hættulegasta vopnið sem þú ert með er flugustöng!“Lehmann rosaleg týpaGlen Carlou víngerðin var stofnuð árið 1985 af Walter Finlayson föður Davids. Hann hafði starfað sem víngerðarmaður hjá bestu vínframleiðendum Suður-Afríku en lært víngerð í Frakklandi og frönsk áhrif eru áberandi í víngerðinni. Nafn fyrirtækisins er fengið úr nöfnum dætra Walters, en þær heita Lena, Carol og Louise. Syninum David var hins vegar fljótlega falið að stjórna víngerðinni en hann hafði menntað sig í víngerð í háskóla í Suður-Afríku en jafnframt dvalið langdvölum í Bordeaux og í Ástralíu hjá Peter Lehmann.„Það er ótengt núverandi eignarhaldi að ég fór til Lehmanns,“ segir David en Hess Group á bæði Glen Carlou og Peter Lehmann í dag. „Faðir minn hitti Peter fyrst á áttunda áratugnum og mikill vinskapur tókst með fjölskyldum okkar. Peter er alveg rosaleg týpa, dæmigerður Ástrali sem virkar hrjúfur en er með risastórt hjarta. Hann lét mig vinna alveg svakalega mikið, 16 tíma á dag í fjóra mánuði en ég lærði gríðarlega mikið hjá honum. Ástralski stíllinn í víngerð er ansi tæknilegur á meðan franski stíllinn er tilfinningalegur þar sem sagan og hefðirnar ráða för. Það var því skemmtilegt fyrir mig að kynnast þessum tveimur ólíku hefðum og ég hef reynt að taka það besta úr hvorum stílnum í víngerð okkar.“HM verður haldið„Efnahagslífið gengur vel og nýja svarta millistéttin sem ekki var til áður er drifkraftur samfélagsins. Hún er mikilvæg fyrir okkur vínframleiðendur því áður höfðum við fjórar milljónir hvítra sem drukku vín en nú hafa 44 milljónir svartra bæst við og mikið af fólkinu er vel menntað. Við glímum auðvitað við ýmsa erfiðleika, misskiptingin er enn þá gríðarleg og fátæktin yfirþyrmandi sumstaðar.En framtíðin er björt og knattspyrnuáhugamenn þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að HM 2010 klikki. Allt er á fullu í uppbyggingu og Þjóðverjarnir sem skipulögðu keppnina sl. sumar eru mættir niður eftir til að klára þetta með okkur. Það eina sem ég hef áhyggjur af er hvernig okkur mun ganga að taka á móti öllum þeim ferðamönnum sem koma á keppnina. Flugfélögin þurfa að endurskipuleggja sig og auka þarf gistirými.“
Menning Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Sjá meira