Úr imbakassa í kvikmyndahúsin 10. ágúst 2006 11:00 Vinsælir á Íslandi David Jansen þótti stórkostlegur í hlutverki Richard Kimble. Harrison Ford tók síðan við keflinu undir stjórn Andrew Davis með góðum árangri. Hollywood leitar oft ekki langt yfir skammt þegar kemur að hugmyndum fyrir næstu kvikmynd. Stundum er bara farið beint í imbakassann, náð í gamla sjónvarpsþætti og þeir gæddir nýju lífi á hvíta tjaldinu. Nýjasta kvikmynd Michael Mann, Miami Vice, er einmitt byggð á einhverjum vinsælustu sjónvarpsþáttum hins skrautlega níunda áratugar. Þeir Don Johnson og Philip Michael Thomas brunuðu um á glæsikerrum og leystu fíknefnamálin í Miami af stakri snilld og fágun. Nú eru þeir Jamie Foxx og Colin Farell komnir í þetta "vandasama" hlutverk og ef marka má orð gagnrýnenda hefur Mann tekist að færa þessa "tímalausu" snilld uppá hvíta tjaldið. Slíkt er þó alls ekki venjan.Í undirbúningiThe Untouchables Robert Stack og félagar í sjónvarpsþáttunum áttu hug og hjörtu sjónvarpsáhorfenda í byrjun sjötta áratugarins. Kevin Costner og Brian DePalma báru síðan mikla virðingu fyrir þáttunum auk þess sem stórleikur Robert De Niro gerði kvikmyndina að einni bestu kvikmynd níunda áratugarins.Í framleiðslu eru nú þrjár kvikmyndir sem allar eru byggðar á heimsþekktum sjónvarpsþáttum. Matt Groening, skapari Simpsons - fjölskyldunnar, hefur gefið grænt ljós á að gula fjölskyldan birtist aðdáendum sínum í kvikmyndahúsum. Á imdb.com kemur fram að auk hinna fastráðnu leikara sem skemmta íslenskum sjónvarpsáhorfendum vikulega hafa blaðakonan Erin Brockovich, Minnie Driver og Albert Brooks verið ráðin til verksins. Ekki er vitað um hvað myndin fjallar en ljóst er að flestar hinar þekktu persónur sjónvarpsþáttanna koma fyrir í myndinni. Efniviðurinn sem er fyrir hendi hjá Groening er vissulega safaríkur en spurningin hlýtur að vera hvort kvikmyndahúsagestir þoli einn og hálfan tíma af Simpsons.Jack Bauer og samstarfsmenn hans hjá CTU verða væntanlega einnig færðir uppá hvíta tjaldið en 24 hefur um árabil verið einn vinsælasti sjónvarpsþáttur heims. Kiefer Sutherland er sjálfur framleiðandi þáttanna og í viðtölum hefur hann lýst því yfir að Bauer sjálfur sé ekki aðalmálið heldur fyrirkomulag þáttanna en þeir gerast á 24 klukkustundum. Ef marka má fyrstu fréttir af gerð handritsins verður þessu fyrirkomulagi hent út á hafsauga og Bauer hafður miðpunktur alls. Þriðja og væntanlega sú kvikmynd sem verður hvað erfiðust í vinnslu er án nokkurs vafa Dallas. Þættirnir spönnuðu þrettán ár í lífi Ewing - fjölskyldunnar þar sem atvik á borð martröð Pamelu og skotárásin á J.R lifa enn í fersku minni aðdáendanna sem geta brúað bilið með endurútgáfu þáttanna á dvd. Handritshöfundarnir standa því frammi fyrir nokkuð erfiðu hlutskipti enda fáheyrt að sápur séu færðar í kvikmyndabúning. Talið er næsta víst að John Travolta feti í fótspor Larry Hagman en erfiðlega hefur gengið að ráða í önnur hlutverk.Meðalmyndirnar standa uppúrAllt í bleiku Don Johson og Philip Michael Thomas voru feykilega vinsælir á ¿eitís¿ tímabilinu í sjónvarpsþáttunum Miami ViceSjónvarpsþættirnir sem hafa hingað til ratað í kvikmyndahúsin skríða oftar en ekki rétt yfir meðalmennskuna. Verst gekk með The Saint en Roger Moore hafði náð heimsfrægð með túlkun sinni á Simon Templar. Val Kilmer var valinn til að gera hlutverkinu skil í samnefndri kvikmynd en sú náði varla að narta í hæla sjónvarpsþáttarins. Misjafnar skoðanir eru á því hvernig Tom Cruise hafi tekist til með því að færa Mission:Impossible þættina úr sjónvarpskassanum en flestir eru sammála um að fyrsta myndin hafi verið trú upphafi sínu enda var sjálfur Jim Phelps svikarinn í hópnum. Hinar tvær virka sem einhvers konar lofræður á ágæti Tom Cruise. Charlies Angels - myndirnar tvær með þeim Cameron Diaz, Lucy Liu og Drew Barrymore þóttu ekki heldur merkilegur pappír en annar "diskó - þáttur", Starsky & Hutch, fékk frekar fyndna útkomu með snillingunum Owen Wilson og Ben Stiller sem gerðu óspart grín að þessum glysgjarna tíma.Kevin Costner og Brian DePalma tókst hins vegar óvenju vel upp með kvikmyndina The Untouchables enda var efniviðurinn frekar einfaldur og hentaði vel fyrir hvíta tjaldið. Sérsveit lögreglunnar í Chicaco eltist við Al Capone og hefur sigur að lokum. Sama reglan gilti fyrir The Fugitive sem nutu mikilla vinsælda á sjöunda áratugnum. Þar var læknirinn Richard Kimble grunaður um morð á eiginkonu sinni, sleppur úr gæsluvarðhaldi og eltist við einhenta manninn en er sjálfur hundeltur af lögreglunni.Leikstjórinn Andrew Davis gerði enginn mistök þegar hann fékk þá Harrison Ford og Tommy Lee Jones til að endurlífga persónurnar. Listi þeirra sjónvarpsþátta sem hafa verið fluttir yfir til draumaverksmiðjunnar er enn lengri en eins og sjá má er það frekar undantekningin en reglan að sjónvarpsstjörnur gangi í endurnýjun lífdaga á hvíta tjaldinu. Menning Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fleiri fréttir Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Sjá meira
Hollywood leitar oft ekki langt yfir skammt þegar kemur að hugmyndum fyrir næstu kvikmynd. Stundum er bara farið beint í imbakassann, náð í gamla sjónvarpsþætti og þeir gæddir nýju lífi á hvíta tjaldinu. Nýjasta kvikmynd Michael Mann, Miami Vice, er einmitt byggð á einhverjum vinsælustu sjónvarpsþáttum hins skrautlega níunda áratugar. Þeir Don Johnson og Philip Michael Thomas brunuðu um á glæsikerrum og leystu fíknefnamálin í Miami af stakri snilld og fágun. Nú eru þeir Jamie Foxx og Colin Farell komnir í þetta "vandasama" hlutverk og ef marka má orð gagnrýnenda hefur Mann tekist að færa þessa "tímalausu" snilld uppá hvíta tjaldið. Slíkt er þó alls ekki venjan.Í undirbúningiThe Untouchables Robert Stack og félagar í sjónvarpsþáttunum áttu hug og hjörtu sjónvarpsáhorfenda í byrjun sjötta áratugarins. Kevin Costner og Brian DePalma báru síðan mikla virðingu fyrir þáttunum auk þess sem stórleikur Robert De Niro gerði kvikmyndina að einni bestu kvikmynd níunda áratugarins.Í framleiðslu eru nú þrjár kvikmyndir sem allar eru byggðar á heimsþekktum sjónvarpsþáttum. Matt Groening, skapari Simpsons - fjölskyldunnar, hefur gefið grænt ljós á að gula fjölskyldan birtist aðdáendum sínum í kvikmyndahúsum. Á imdb.com kemur fram að auk hinna fastráðnu leikara sem skemmta íslenskum sjónvarpsáhorfendum vikulega hafa blaðakonan Erin Brockovich, Minnie Driver og Albert Brooks verið ráðin til verksins. Ekki er vitað um hvað myndin fjallar en ljóst er að flestar hinar þekktu persónur sjónvarpsþáttanna koma fyrir í myndinni. Efniviðurinn sem er fyrir hendi hjá Groening er vissulega safaríkur en spurningin hlýtur að vera hvort kvikmyndahúsagestir þoli einn og hálfan tíma af Simpsons.Jack Bauer og samstarfsmenn hans hjá CTU verða væntanlega einnig færðir uppá hvíta tjaldið en 24 hefur um árabil verið einn vinsælasti sjónvarpsþáttur heims. Kiefer Sutherland er sjálfur framleiðandi þáttanna og í viðtölum hefur hann lýst því yfir að Bauer sjálfur sé ekki aðalmálið heldur fyrirkomulag þáttanna en þeir gerast á 24 klukkustundum. Ef marka má fyrstu fréttir af gerð handritsins verður þessu fyrirkomulagi hent út á hafsauga og Bauer hafður miðpunktur alls. Þriðja og væntanlega sú kvikmynd sem verður hvað erfiðust í vinnslu er án nokkurs vafa Dallas. Þættirnir spönnuðu þrettán ár í lífi Ewing - fjölskyldunnar þar sem atvik á borð martröð Pamelu og skotárásin á J.R lifa enn í fersku minni aðdáendanna sem geta brúað bilið með endurútgáfu þáttanna á dvd. Handritshöfundarnir standa því frammi fyrir nokkuð erfiðu hlutskipti enda fáheyrt að sápur séu færðar í kvikmyndabúning. Talið er næsta víst að John Travolta feti í fótspor Larry Hagman en erfiðlega hefur gengið að ráða í önnur hlutverk.Meðalmyndirnar standa uppúrAllt í bleiku Don Johson og Philip Michael Thomas voru feykilega vinsælir á ¿eitís¿ tímabilinu í sjónvarpsþáttunum Miami ViceSjónvarpsþættirnir sem hafa hingað til ratað í kvikmyndahúsin skríða oftar en ekki rétt yfir meðalmennskuna. Verst gekk með The Saint en Roger Moore hafði náð heimsfrægð með túlkun sinni á Simon Templar. Val Kilmer var valinn til að gera hlutverkinu skil í samnefndri kvikmynd en sú náði varla að narta í hæla sjónvarpsþáttarins. Misjafnar skoðanir eru á því hvernig Tom Cruise hafi tekist til með því að færa Mission:Impossible þættina úr sjónvarpskassanum en flestir eru sammála um að fyrsta myndin hafi verið trú upphafi sínu enda var sjálfur Jim Phelps svikarinn í hópnum. Hinar tvær virka sem einhvers konar lofræður á ágæti Tom Cruise. Charlies Angels - myndirnar tvær með þeim Cameron Diaz, Lucy Liu og Drew Barrymore þóttu ekki heldur merkilegur pappír en annar "diskó - þáttur", Starsky & Hutch, fékk frekar fyndna útkomu með snillingunum Owen Wilson og Ben Stiller sem gerðu óspart grín að þessum glysgjarna tíma.Kevin Costner og Brian DePalma tókst hins vegar óvenju vel upp með kvikmyndina The Untouchables enda var efniviðurinn frekar einfaldur og hentaði vel fyrir hvíta tjaldið. Sérsveit lögreglunnar í Chicaco eltist við Al Capone og hefur sigur að lokum. Sama reglan gilti fyrir The Fugitive sem nutu mikilla vinsælda á sjöunda áratugnum. Þar var læknirinn Richard Kimble grunaður um morð á eiginkonu sinni, sleppur úr gæsluvarðhaldi og eltist við einhenta manninn en er sjálfur hundeltur af lögreglunni.Leikstjórinn Andrew Davis gerði enginn mistök þegar hann fékk þá Harrison Ford og Tommy Lee Jones til að endurlífga persónurnar. Listi þeirra sjónvarpsþátta sem hafa verið fluttir yfir til draumaverksmiðjunnar er enn lengri en eins og sjá má er það frekar undantekningin en reglan að sjónvarpsstjörnur gangi í endurnýjun lífdaga á hvíta tjaldinu.
Menning Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fleiri fréttir Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Sjá meira