Erlent

Hams og Fatah takast á

Hamas liðar klifra með fána sinn upp á þinghús heimastjórnar Palestínumanna.
Hamas liðar klifra með fána sinn upp á þinghús heimastjórnar Palestínumanna. MYND/AP

Til átaka kom milli stuðningsmanna Hamas-samtakanna og Fatah-flokks Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, fyrir utan þinghús heimastjórnarinnar í dag.

Þar reyndu Hamas-liðar að draga grænan fána flokks síns að húni og mislíkaði stuðningsmönnum Fatah það. Hamas-liðar hlutu meirihulta á þingi í kosningunum í gær.

Um það bil 3000 Hamas-menn hvöttu félaga sína áfram þar sem þeir klifruðu utan á þinghúsið með fána í höndum. Grjóti var kastað og skotið úr byssum. Að minnsta kosti tveir særðust lítillega. Þetta eru fyrstu átök milli fylkinginna síðan kosið var í gær.

Palestínskir lögreglumenn reyndu að stilla til friðar en á endum yfirgáfu Hamas menn svæðið, að því er virðist til að sækja bænastund í nálægri mosku






Fleiri fréttir

Sjá meira


×