Erlent

Tarja Halonen endurkjörin forseti

MYND/ap

Sauli Niinisto viðurkenndi í gærkvöldi ósigur sinn í síðari umferð forsetakosninganna í Finnlandi, sem fóru fram í gær. Fékk Tarja Halonen, forseti Finnlands, 51,8 prósent atkvæða en Niinisto 48,2 prósent. Halonen, sem er 62 ára, sagði að sigurinn væri sögulegur því hún væri fyrsti kvenforseti landsins sem nær endurkjöri en Halonen var kjörin forseti Finnlands, fyrst kvenna, árið 2000. Hún hefur alltaf notið vinsælda en hún þykir alþýðleg, syndir reglulega í Eystrasalti og æfir magadans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×