Erlent

Palestínskir öryggissveitarmenn mótmæla sigri Hamas

Alla Husni, yfirmaður palestínskra öryggissveita kemur að þinghúsinu á Gasa-ströndinni þegar liðsmenn sveitanna mótmæltu þar á laugardag.
Alla Husni, yfirmaður palestínskra öryggissveita kemur að þinghúsinu á Gasa-ströndinni þegar liðsmenn sveitanna mótmæltu þar á laugardag. MYND/AP

Hópur palestínskra öryggissveitarmanna lagði undir sig byggingu þingsins á Gasa-ströndinni í morgun. Vitni segja að þeir hafi farið inn með offorsi og hleypt af byssum sínum út í loftið. Með þessu vildu þeir láta í ljós óánægju sína með sigur Hamas-samtakanna í palestínsku þingkosningunum í síðustu viku. Ekki er vitað hvort einhverjir hafi særst eða fallið í aðgerunum.

Öryggissveitarmenn eru flestir hliðhollir Fatah-samtökum Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, og óttast að nú færist yfirráð yfir sveitunum til Hamas-samtakanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×