Fótbolti

Eiður skoraði eitt í 4-0 sigri Barcelona

Eiður Smári
Eiður Smári

Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrsta mark Evrópumeistara Barcelona í morgun á heimsmeistaramóti félagsliða í Yokohama í Japan. Barcelona mætti Ameríkumeisturum Club America frá Mexíkó í undanúrslitum og kom Eiður Smári sínum mönnum yfir á 11. mínútu eftir frábæran undirbúning Ronaldinho og Andrés Iniesta.

Márquez kom Barcelona í 2-0 skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks, Ronaldinho skoraði þriðja mark Barca og Deco kórónaði sigurinn skömmu fyrir leikslok og tryggði öruggan 4-0 sigur. Evrópskt lið hefur aldrei farið með sigur af hólmi í þessari keppni svo nú er möguleiki fyrir Eið Smára og félaga að brjóta blað í sögunni en Evrópumeistararnir eru nú komnir í úrslitaleik mótsins gegn brasilíska liðinu Internacional. Sá leikur fer fram á sunnudag.

Þetta er eini titillinn sem Barcelona hefur ekki unnið og Ronaldinho sagði fyrir leikinnað leikmenn liðsins vildu ólmir vinna þennan bikar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×