Innlent

Fjármálaráðuneytið gagnrýnir skýrslu Danske Bank

Höfundar nýrrar skýrslu Danske Bank um íslenskt efnahagslíf hafa ekki sérþekkingu á íslensku hagkerfi, sem kann að útskýra þær staðreynda- og greiningarvillur sem þar komi fram. Þetta segir í nýjasta eintaki Vefrits fjármálaráðuneytisins sem birt var í dag.

Nefndir eru nokkrir annmarkar skýrslunnar svo sem eins og að viðskiptahallinn í lok síðasta árs er sagður meiri en hann reyndist og talað er um harða lendingu í hagkerfinu á árunum 1999 og 2002 sem hafi ekki orðið. Þá segi í skýrslunni að ör launaþróun sé á bak við verðbólguþróun að undanförnu sem sé rangt.

Vefrit fjármálaráðuneytisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×