Innlent

Garðplöntubændur hundóánægðir

Forsvarsmenn Félags garðplöntubænda lýstu megnri óánægju með tollasamning stjórnvalda við Evrópusambandið á fundi landbúnaðarnefndar í morgun. Hann felur í sér að tollvernd á trjám, runnum, fjölærum garðplöntum og sumarblómum fellur niður um næstu áramót.

Garðplöntubændur segja þetta geta leitt til mikillar fækkunar í sínum röðum og að þeim hafi í raun verið fórnað til að hestaræktendur fengju fellda niður tolla af útflutningi hrossa. Vernharður Gunnarsson, formaður Félags garðplöntubænda segir það kaldar kveðjur frá landbúnaðarráðuneytinu, fagráðuneyti greinarinnar, að setja garðplöntubændur út á kaldan klaka til að tryggja hag annarra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×