Innlent

Ráðist á leigubílstjóra í nótt

MYND/GVA

Ölvaður maður réðst á leigubílstjóra á Akureyri í nótt, en bílstjórinn slapp ómeiddur út úr ryskingunum og gerði lögreglu viðvart. Hún fann manninn á gangi skömmu síðar og vistaði hann í fangageymslum í nmótt. Ekki er vitað hvað honum gekk til með árásinni, því hann var búinn að borga bílinn þegar hann missti stjórn á skapi sínu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×