Innlent

Heilsa hf. innkallar Liðaktin úr verslunum

Heilsa hf hefur innkallað Liðaktin úr verslunum tímabundið vegna vísbendinga um framleiðslugalla. En við skoðun á einni sendingu af Liðaktini hefur komið fram vísbendingar um að ekki sé tilskilið magn af Glucosamin HCL og Chondroitin Sulfat í töflunum miðað við þær upplýsingar sem framleiðandi gefur upp. Þetta þarfnast hinsvegar nánari staðfestingar og frekari rannsókna. 

Á meðan þær gæðaprófanir standa yfir hefur Heilsa hf. hins vegar ákveðið að taka allt Liðaktin af markaðnum þangað til tryggt hefur verið að gæði framleiðslunnar standist kröfur sem Heilsa hf. gerir til þeirra vara sem fyrirtækið dreifir.

Viðskipavinum er bent á að þeir geta skilað Liðaktini sem þeir kunna að eiga heima hjá sér í verslanir Heilsuhússins og Lyfju. Fólk getur valið um að fá það endurgreitt að fullu eða að skipta í annað sambærilegt efni. Starfsfólk þessara verslana mun veita ráðgjöf um val á sambærilegri vöru ef svo ber undir, segir í tilkynningu frá Heilsu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×