Innlent

Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Byggðastofnun, Iðntæknistofnun og Rannsóknarstofnun iðnaðarins heyra brátt sögunni til samkvæmt áætlunum iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Allt sem viðkemur nýsköpun og atvinnuþróun verður sameinað undir einn hatt í glænýrri Nýsköpunarmiðstöð Íslands, -sem fundinn hefur verið staður á Sauðárkróki.

 

R íkisstjórnin hefur afgreitt frumvarp um málið fyrir sitt leiti, en í því er gert ráð fyrir fjölmörgum þekkingasetrum víða um land sem er ætlað að vera drifkraftar nýsköpunar og atvinnuþróunar. Þar eiga að tengjast saman starfsemi háskóla, rannsóknastofnana, þekkingafyrirtækja og sprota- og nýsköpunarfyrirtækja. Tilgangur þessarra breytinga er að bæta stuðningskerfi ríkisiins gagnvart atvinnulífinu og að nýta betur þá peninga sem fyrir hendi eru.

 

Sjá nánar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×