Innlent

Hátt í tvö þúsund sæti í boði

MYND/Vísir

SAS hóf í dag áætlunarflug milli Keflavíkur og Oslóar og lenti flugvél SAS á Keflavíkurflugvelli klukkan rúmlega fimm í dag. SAS hyggst fljúga reglulega til Íslands fram í októbermánuð en í boði eru í kringum eitt þúsund og níu hundruð flugsæti.

SAS bætist þar með í hóp þeirra þriggja flugfélaga sem nú þegar halda uppi áætlunarflugi til Íslands, það er Icelandair, Iceland Express og British Airways. Hátt í 170 þúsund flugsæti í áætlunarflugi eru í boði til og frá Íslandi í hverjum mánuði í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×