Innlent

Nýr formaður SFR

Árni Stefán Jónsson var kjörinn formaður SFR, stéttarfélags i almannaþjónustu á aðalfundi félagsins síðastliðinn laugardag. Árni Stefán hefur verið framkvæmdastjóri félagsins undanfarin 16 ár. Hann tók við af Jens Andréssyni sem verið formaður félagsins síðastliðin 10 ár. Jens hætti nú þar sem lög félagsins takmarka setu formanns við 10 ár. Auk Árna Stefáns skipa nýja stjórn SFR þau Ína Halldóra Jónasdóttir, Katrín G. Einarsdóttir, Guðmundur Garðar Guðmundsson, Guðlaug Þóra Marínósdóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Halldóra Guðmundsdóttir, Kolbrún Kristinsdóttir, Páll Svavarsson, Svala Norðdahl og Valdimar L. Friðriksson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×