Diaw tryggði Phoenix sigurinn í Dallas 25. maí 2006 06:16 Leandro Barbosa og Steve Nash fagna hér sigrinum á Dallas í nótt AFP Franski framherjinn Boris Diaw átti sinn besta ferlinum í nótt þegar Phoenix Suns gerði sér lítið fyrir og lagði Dallas Mavericks 121-118 á útivelli í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar. Diaw skoraði 34 stig fyrir Phoenix og þar á meðal sigurkörfuna í blálokin. Phoenix var 9 stigum undir þegar innan við 4 mínútur voru eftir af leiknum, en þá tók hinn magnaði Steve Nash yfir og skoraði 10 af 27 stigum sínum á lokasprettinum. Nash gaf auk þess 16 stoðsendingar í leiknum. Það var einmitt Nash sem átti að eiga lokaskot Phoenix eftir að karfa frá Devin Harris hafði komið Dallas yfir þegar 4 sekúndur voru eftir af leiknum. "Ég heyrði allt þjálfarateymið hjá Dallas öskra inn á völlinn hvernig leikkerfi okkar í lokinn ætti að vera, þannig að þá var ekkert annað að gera en að fara í varaáætlunina. Boris náði að klára þetta með stæl," sagði Nash ánægður eftir leikinn, en bæði lið urðu þó fyrir miklum áföllum í nótt. Josh Howard, leikmaður Dallas, sneri sig illa á ökkla í byrjun leiks og þarf að fara í myndatöku í dag og varnarjaxlinn Raja Bell hjá Phoenix virtist togna illa á kálfa og gæti þáttöku hans í einvíginu verið lokið ef allt fer á versta veg. Hann verður örugglega ekki með í næsta leik og er þetta enn eitt áfallið fyrir meiðslum hrjáð lið Phoenix. Boris Diaw skoraði 34 stig fyrir Phoenix, Steve Nash skoraði 27 stig og gaf 16 stoðsendingar, Shawn Marion skoraði 24 stig og hirti 13 fráköst og Tim Thomas skoraði 17 stig og hirti 7 fráköst. Devin Harris skoraði 30 stig fyrir Dallas, Dirk Nowitzki skoraði 25 stig og hirti 19 fráköst, Jerry Stackhouse skoraði 16 stig og Jason Terry skoraði 15 stig. Næsti leikur verður einnig í Dallas og fer fram annað kvöld. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Franski framherjinn Boris Diaw átti sinn besta ferlinum í nótt þegar Phoenix Suns gerði sér lítið fyrir og lagði Dallas Mavericks 121-118 á útivelli í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar. Diaw skoraði 34 stig fyrir Phoenix og þar á meðal sigurkörfuna í blálokin. Phoenix var 9 stigum undir þegar innan við 4 mínútur voru eftir af leiknum, en þá tók hinn magnaði Steve Nash yfir og skoraði 10 af 27 stigum sínum á lokasprettinum. Nash gaf auk þess 16 stoðsendingar í leiknum. Það var einmitt Nash sem átti að eiga lokaskot Phoenix eftir að karfa frá Devin Harris hafði komið Dallas yfir þegar 4 sekúndur voru eftir af leiknum. "Ég heyrði allt þjálfarateymið hjá Dallas öskra inn á völlinn hvernig leikkerfi okkar í lokinn ætti að vera, þannig að þá var ekkert annað að gera en að fara í varaáætlunina. Boris náði að klára þetta með stæl," sagði Nash ánægður eftir leikinn, en bæði lið urðu þó fyrir miklum áföllum í nótt. Josh Howard, leikmaður Dallas, sneri sig illa á ökkla í byrjun leiks og þarf að fara í myndatöku í dag og varnarjaxlinn Raja Bell hjá Phoenix virtist togna illa á kálfa og gæti þáttöku hans í einvíginu verið lokið ef allt fer á versta veg. Hann verður örugglega ekki með í næsta leik og er þetta enn eitt áfallið fyrir meiðslum hrjáð lið Phoenix. Boris Diaw skoraði 34 stig fyrir Phoenix, Steve Nash skoraði 27 stig og gaf 16 stoðsendingar, Shawn Marion skoraði 24 stig og hirti 13 fráköst og Tim Thomas skoraði 17 stig og hirti 7 fráköst. Devin Harris skoraði 30 stig fyrir Dallas, Dirk Nowitzki skoraði 25 stig og hirti 19 fráköst, Jerry Stackhouse skoraði 16 stig og Jason Terry skoraði 15 stig. Næsti leikur verður einnig í Dallas og fer fram annað kvöld.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum