Lífið

Frumlegur og flottur fararskjóti Loga Bergmanns

Í góðu standi Tengdafaðir Loga tók hjólið upp á sína arma og gerði það upp.
Í góðu standi Tengdafaðir Loga tók hjólið upp á sína arma og gerði það upp.

Logi Bergmann sjónvarpsmaður vakti mikla athygli þegar hann kom á dögunum, flottari en nokkru sinni, brunandi til vinnu á vægast sagt frumlegum fararskjóta. Þetta er einhvers konar millistig reiðhjóls og mótorhjóls reiðhjól með mótor MoPed.

Þetta er Miele sem flestir þekkja sem framleiðanda eldhústækja núna. Miele framleiddi mótorhjól í gamla daga. Þetta hjól var búið til 1954, segir Logi sem hafnar því ekki að vera nokkur dellumaður þegar flottir fararskjótar eru annars vegar. Hann hefur til dæmis átt þrjá Porsche bíla. Nú er ég hættur í þeirri deild. Nú er það bara hjólið, segir Logi.

Hann fann skemmtilega gamla auglýsingu fyrir Miele mótor-reiðhjólið á veraldarvefnum en þar er einkum reynt að höfða til sveitalækna í litlum þorpum. Þessi fararskjóti sé alveg gráupplagður fyrir slíka. Og Loga.

Ég kemst alveg í svona 40 kílómetra hraða. Hef náð 50 á góðum degi. En 40 kílómetra hraði er þægilegur ferðahraði á svona hjóli. Best að fara ekki of geist.

Loga áskotnaðist þessi merki gripur nánast fyrir tilviljun fyrir um þremur árum. Þá var hjólið í algerum lamasessi, ryðgað og óökuhæft, en völundurinn Valur Hólm, tengdafaðir Loga, tók það upp á sína arma. Og gerði það upp, pússaði og sprautaði. Valur þekkir til því sjálfur átti hann mótor-reiðhjól í gamla daga en þá voru slíkir gripir ekki eins fáséðir og er í dag.

Logi segir Miele-hjólið sitt eingöngu notað þegar vel viðrar og þá spari. Og þrætir ekki fyrir að hann veki nokkra athygli þar sem hann fer. Jú, og margir vilja kaupa hjólið en það er ekki til sölu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.