Lífið

Wilson Pickett látinn

Sálarsöngvarinn Wilson Pickett er látinn. Hann lést af hjartaslagi á heimili sínu í Virginíu í Bandaríkjunum í gær. Pickett var sennilega þekktastur fyrir lög sín Mustang Sally og In the Midnight Hour.

Frægð hans reis hæst á sjöunda áratug síðustu aldar en hann lenti í lægð snemma á áttunda áratugnum sem hann náði aldrei að rífa sig upp úr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.