Innlent

Hundruð kílómetra í þjónustu fyrir atvinnulausa

Atvinnulausir á Hornafirði og víðar gætu þurft að sækja þjónustu til svæðisvinnumiðlana í mörg hundruð kílómetra fjarlægð ef frumvarp félagsmálaráðherra um atvinnleysistryggingar nær fram að ganga. Þá er ekki auðvelt að átta sig á því hvert skráningarferlið á að vera að sögn Hjördísar Þóru Sigurþórsdóttur, formanns stéttafélagsins Vökuls á Austurlandi.

Frumvarp félagsmálaráðherra um atvinnuleysistryggingar gerir ráð fyrir að úthlutunarnefndir í hverjum landshluta verði lagðar niður, skráningarstaðir aflagðir og atvinnulausum ætlað að sækja þjónustu á svæðismiðlanir sem fyrir Austurland er á Egilsstöðum. Af þessu hefur stjórn Vökuls þungar áhyggjur og segja atvinnulausa fjarlægast stéttarfélögin með breytingunni.

Að sögn Hjördísar Þóru er ekki auðvelt að átta sig á því hvernig einstaklingar komi til með að skrá sig atvinnulausa í fyrsta skipti og að ekki komi fram í frumvarpinu hvernig þjónustu við atvinnulausa skuli háttað.

Á heimasíðu Vökuls má lesa nánar um ályktun félagsins vegna málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×