Innlent

Fékk aðsvif og lést undir stýri

Ökumaður á stórum sendibíl lést undir stýri þegar hann var á leið eftir Reykjanesbraut á móts við Kaplakrika í Hafnarfirði um sjöleytið í morgun. Maðurinn mun hafa fengið aðsvif með þeim afleiðingum að bíllinn hafnaði utan vegar. Þannig vildi til að bíllinn rásaði til hægri út af veginum en ekki til vinstri, gegn umferðinni á móti. Vegfarendur og bráðaliðar komu manninum til aðstoðar en hann var úrskurðaður látinn skömmu síðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×