Lífið

Með flottustu leggina í bransanum

Fergie. Með flottustu leggina í skemmtanabransanum.
Fergie. Með flottustu leggina í skemmtanabransanum.

Fergie úr hljómsveitinni Black Eyed Peas varð þess heiðurs aðnjótandi fyrir helgi að leggir hennar voru valdir þeir flottustu í skemmtanabransanum. Hin 31 árs Fergie, sem gaf nýverið út fyrstu sólóplötu sína, skaut fjölmörgum stórstjörnum ref fyrir rass í kosningunni, sem fór fram á vefsíðu Sky.

Þær dívur sem kepptu hvað harðast við Fergie um titil þennan voru söngkonan Christina Aguilera og fyrirsætan Petra Nemcova sem lentu í öðru og þriðja sæti. Nemcova var þó ekki eina fyrirsætan sem komst á topp tíu listann því Naomi Campbell hafnaði í fimmta sæti. Aðrar dömur á listanum voru leikkonan Sienna Miller, fyrrum Kryddpían Emma Bunton og Friends-stjarnan Jennifer Aniston.

Alls voru 52 konur á forvalslista sem þátttakendur gátu valið úr. Meðal þeirra sem horft var framhjá voru Victoria Beckham, Angelina Jolie og París Hilton.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.