Sumir spila bridds - við skrifum bækur 3. október 2006 08:00 Rithöfundadúettinn Páll segir þá miklu forvinnu sem nauðsynleg er þegar tveir skrifa saman gera það að verkum að sagan sé orðin skýrari áður en skrif hefjast. Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson senda frá sér nýja spennusögu, Farþegann, á næstu vikum. Hún er önnur bókin sem þeir skrifa saman, en þeir sendu frá sér Í upphafi var morðið árið 2002 og hafa áður skrifað saman sjónvarpshandrit. Páll Kristinn Pálsson fór varlega í sakirnar þegar Fréttablaðið grennslaðist fyrir um nýju bókina. Það er alltaf erfitt að tala um glæpasögur, maður vill ekki spilla neinu fyrir lesendum. Aðalpersónan er ungur leigubílsstjóri sem tekur upp farþega á nýársdag. Þeir fara í ansi óvenjulega og langa ferð, svona miðað við venjulegan leigubílstúr. Ferðin hefur síðan miklar og óvæntar afleiðingar sem sagan snýst um, sagði Páll. Hann kvaðst vera ánægður með samvinnuna og þykja gaman að skrifa við annan mann. Þetta er svona okkar sameiginlega, metnaðarfulla áhugamál. Aðrir fara í golf, spila bridds eða tefla, við skemmtum okkur við það að semja sögur, sagði hann. Það liggur í augum uppi að vinnuferlið hlýtur þó að vera annað og flóknara en þegar um einn höfund er að ræða. Við þurfum báðir að skilja allt sem gerist og persónurnar sama skilningi áður en við förum að skrifa. Í fyrstu umferð skiptum við með okkur köflum, og að því loknu þar sem við förum saman yfir alla bókina, setningu fyrir setningu, útskýrði Páll. Markmiðið er náttúrulega að semja góðan, samfelldan texta og þegar upp er staðið munum við varla hvor skrifaði hvað. Árna og Páli var hrósað fyrir frumleg efnistök þegar Í upphafi var morðið kom út. Páll segir þá Árna þó hafa efast um ágæti bókarinnar. Hún var fyrst hugsuð sem sjónvarpssería. Vegna þess hve sagan var mikil umfangs gerðum við okkur grein fyrir því að hún yrði sennilega ekki framleidd og breyttum henni í bók. Við vorum mjög efins um það framtak á þeim tíma. Það gekk hins vegar svo vel að við víluðum ekkert fyrir okkur að reyna aftur, sagði Páll. Farþeginn kemur út á næstu vikum. Menning Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson senda frá sér nýja spennusögu, Farþegann, á næstu vikum. Hún er önnur bókin sem þeir skrifa saman, en þeir sendu frá sér Í upphafi var morðið árið 2002 og hafa áður skrifað saman sjónvarpshandrit. Páll Kristinn Pálsson fór varlega í sakirnar þegar Fréttablaðið grennslaðist fyrir um nýju bókina. Það er alltaf erfitt að tala um glæpasögur, maður vill ekki spilla neinu fyrir lesendum. Aðalpersónan er ungur leigubílsstjóri sem tekur upp farþega á nýársdag. Þeir fara í ansi óvenjulega og langa ferð, svona miðað við venjulegan leigubílstúr. Ferðin hefur síðan miklar og óvæntar afleiðingar sem sagan snýst um, sagði Páll. Hann kvaðst vera ánægður með samvinnuna og þykja gaman að skrifa við annan mann. Þetta er svona okkar sameiginlega, metnaðarfulla áhugamál. Aðrir fara í golf, spila bridds eða tefla, við skemmtum okkur við það að semja sögur, sagði hann. Það liggur í augum uppi að vinnuferlið hlýtur þó að vera annað og flóknara en þegar um einn höfund er að ræða. Við þurfum báðir að skilja allt sem gerist og persónurnar sama skilningi áður en við förum að skrifa. Í fyrstu umferð skiptum við með okkur köflum, og að því loknu þar sem við förum saman yfir alla bókina, setningu fyrir setningu, útskýrði Páll. Markmiðið er náttúrulega að semja góðan, samfelldan texta og þegar upp er staðið munum við varla hvor skrifaði hvað. Árna og Páli var hrósað fyrir frumleg efnistök þegar Í upphafi var morðið kom út. Páll segir þá Árna þó hafa efast um ágæti bókarinnar. Hún var fyrst hugsuð sem sjónvarpssería. Vegna þess hve sagan var mikil umfangs gerðum við okkur grein fyrir því að hún yrði sennilega ekki framleidd og breyttum henni í bók. Við vorum mjög efins um það framtak á þeim tíma. Það gekk hins vegar svo vel að við víluðum ekkert fyrir okkur að reyna aftur, sagði Páll. Farþeginn kemur út á næstu vikum.
Menning Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira