Lífið

Enn syrtir í álinn hjá Gibson

Mel Gibson Nafn hans er nú ekki lengur óskað í kosningabaráttu í Kaliforníu.
Mel Gibson Nafn hans er nú ekki lengur óskað í kosningabaráttu í Kaliforníu.

Vandræðin hrannast upp hjá Mel Gibson eftir að hann var handtekinn í Malibu. Ummæli hans um gyðinga hafa valdið miklum titringi í kvikmyndaheiminum og nú er svo komið að stjórnmálamenn treysta sér ekki lengur að notast við nafn leikarans.

 Tom McClintock, sem sækist eftir kjöri ríkisstjóra í Kaliforníu, hefur lýst því yfir að hann muni ekki lengur að notast við stuðningsbréf sem Gibson skrifaði. Leikarinn hefur lýst því yfir að McClintock berjist fyrir hefbundnum bandarískum gildum en Gibson er mikill andstæðingur núverandi ríkisstjóra, Arnold Schwarzenegger.

Talsmaður stjórnmálamannsins sagði þingmanninn vera í öngum sínum yfir óförum Gibson. "McClintock sá fréttirnar og ákvað að beina því til stuðningsmanna sinna að nota ekki bréfið," sagði Stan Devereaux af þessu tilefni en bréfið hefur verið sent til fjögurra aðila í von um að þeir myndu styrkja framboðið. Devereaux bætti því við að framboðið hefði ekki haft í hyggju að nota bréfið meira áður en til handtöku Mel Gibson kom.

Gibson bíður þess nú að koma fyrir dómara og er reiknað með að það gerist 28.september. Hann verður væntanlega kærður fyrir ölvunarakstur en sleppur við kæru vegna hraðaksturs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.