Lífið

Vætusamir dagar og kaldar nætur

Smart Flott peysa frá versluninni Kronkron
Smart Flott peysa frá versluninni Kronkron MYND/Hrönn

Mesta ferðahelgi sumarsins er gengin í garð og því ekki seinna vænna en að skella tjaldinu í skottið ásamt öðrum nauðsynjavörum. Það er alltaf erfitt að pakka niður og ákveða í hverju í ósköpunum ferðalangurinn á að vera í útilegum á Íslandi.

Í sömu ferðinni verður að taka með stuttbuxur og ullarpeysu enda allra veðra von, ekkert er verra en að vera í blautum gallabuxum og níðþungum leðurjakka með gæsahúð inn að beini að reyna að vera smart í útilegu. En hvernig er hægt að vera flottur til fara þegar fólk er úti allan daginn, vaðandi drullu uppá bak til þess eins að komast á klósettið og ekki með almennilegan spegil til að skoða sig í?

Síðar hettupeysur, leggings, marglit stígvél, ullarsokkar og flíspeysur í fallegum litum lífga upp á rigningarsuddann. Flottir strigaskór fullkomna síðan góða samsetningu fyrir útileguna.

Converse-strigaskórnir eru tilvaldir í útileguna vegna þess að þeir verða bara flottari ef þeir eru skítugir, lopapeysur eru í tísku og ullarsokkar yfir buxur er eitthvað sem helstu tískuhönnuðirnir eru að gera um þessar mundir. Þannig að það ætti ekki að vera erfitt að sjóða saman skemmtilega blöndu af hlýjum og góðum fötum og halda ótrauður áfram að skemmta sér úti í guðsgrænni náttúrunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.