Páll Ásgeir í Þjóðleikhúsið 5. ágúst 2006 13:00 Páll Ásgeir Ásgeirsson Blaðamaðurinn og rithöfundurinn tekur við starfi kynningarfulltrúa Þjóðleikhússins eftir helgi. MYND/Valli "Það er rétt, ég hef tekið þetta verkefni að mér og býst við því að mæta í vinnu eftir helgina," segir Páll Ásgeir Ásgeirsson, blaðamaður og rithöfundur. Páll hefur verið ráðinn kynningarstjóri Þjóðleikhússins í stað Bjargar Björnsdóttur sem fer til starfa fyrir Straum Burðarás. Páll Ásgeir hefur starfað við blaðamennsku og ritstörf í fjölda ára, meðal annars á DV og Frjálsri verslun, auk þess sem hann starfaði um hríð í Síðdegisútvarpi Rásar 2. Kunnastur er Páll þó fyrir bækur sínar um útivist. Hann hefur skrifað þrjár leiðsögubækur fyrir Íslendinga. Í vor kom út bókin Bíll og bakpoki og þar á undan Útivistarbókin. Þekktust bókanna er Hálendisbókin sem kom út árið 2001 en nýtur enn mikilla vinsælda, er til að mynda á bóksölulistum um þessar mundir. Páll Ásgeir segist spenntur fyrir nýja starfinu, enda hafi hann alltaf haft gaman af leikhúsinu. "Ég hef haft gaman af því að fara í leikhús frá því ég man eftir mér," segir hann. Þær sögur fara líka af Páli að hann hafi fyrr á árum sjálfur daðrað við leiklistargyðjuna, þó hann fáist ekki til að tjá sig um það. "Það er rétt að ég kom að starfi leikfélagsins á Ísafirði en ég ætla að standast þá freistingu að segja meira um það." Menning Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fleiri fréttir Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Sjá meira
"Það er rétt, ég hef tekið þetta verkefni að mér og býst við því að mæta í vinnu eftir helgina," segir Páll Ásgeir Ásgeirsson, blaðamaður og rithöfundur. Páll hefur verið ráðinn kynningarstjóri Þjóðleikhússins í stað Bjargar Björnsdóttur sem fer til starfa fyrir Straum Burðarás. Páll Ásgeir hefur starfað við blaðamennsku og ritstörf í fjölda ára, meðal annars á DV og Frjálsri verslun, auk þess sem hann starfaði um hríð í Síðdegisútvarpi Rásar 2. Kunnastur er Páll þó fyrir bækur sínar um útivist. Hann hefur skrifað þrjár leiðsögubækur fyrir Íslendinga. Í vor kom út bókin Bíll og bakpoki og þar á undan Útivistarbókin. Þekktust bókanna er Hálendisbókin sem kom út árið 2001 en nýtur enn mikilla vinsælda, er til að mynda á bóksölulistum um þessar mundir. Páll Ásgeir segist spenntur fyrir nýja starfinu, enda hafi hann alltaf haft gaman af leikhúsinu. "Ég hef haft gaman af því að fara í leikhús frá því ég man eftir mér," segir hann. Þær sögur fara líka af Páli að hann hafi fyrr á árum sjálfur daðrað við leiklistargyðjuna, þó hann fáist ekki til að tjá sig um það. "Það er rétt að ég kom að starfi leikfélagsins á Ísafirði en ég ætla að standast þá freistingu að segja meira um það."
Menning Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fleiri fréttir Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Sjá meira