Slóvenski miðherjinn Rasho Nesterovic er genginn í raðir Toronto Raptors frá San Antonio Spurs í NBA deildinni. San Antonio fær í staðinn framherjana Matt Bonner og Eric Williams, auk valréttar í annari umferð nýliðavalsins á næsta ári. Nesterovic var á sínum tíma ætlað að fylla skarð David Robinson hjá Spurs, en hefur smátt og smátt fallið úr náðinni hjá þjálfara sínum og kom hann lítið sem ekkert við sögu í úrslitakeppninni í vor.
Nesterovic til Toronto

Mest lesið

Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“
Enski boltinn

Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford
Enski boltinn


Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið
Íslenski boltinn

Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“
Enski boltinn




Umdeildur VAR-dómur á Brúnni
Enski boltinn
