Vildi skemmta sjálfum sér 16. júní 2006 17:00 eberg Tónlistarmaðurinn Eberg er að gefa út sína aðra sólóplötu. MYND/Valli Tónlistarmaðurinn Einar Tönsberg hefur gefið út sína aðra sólóplötu, Voff Voff, undir listamannsnafninu Eberg. Freyr Bjarnason spjallaði við Einar, sem er kominn með annan fótinn til Íslands. Fyrsta sólóplata Einars, Plastic Lions, kom út fyrir tæpum þremur árum hér heima og fékk prýðilegar viðtökur. "Hún gekk mjög vel ytra og var grundvöllur fyrir mig til að halda áfram og gera næstu plötu sem er Voff Voff," segir Einar, sem var í hálft ár að "dútla" í henni. "Ég vildi gera skemmtilega plötu, vildi skemmta sjálfum mér. Mig langaði mest til að pirra fólk og ekki gefa því mikinn frið því mér finnst svoleiðis tónlist sjálfur skemmtileg," segir hann.Framsækinn fartölvu-trúbadorAð sögn Einars er nýja platan agressívari en um leið aðgengilegri en Plastic Lions. "Hún er í sjálfu sér eðlilegt framhald af henni. En mér þykir rosalega vænta um hina plötuna en það tók svolítinn tíma að komast inn í hana. Hún var samt gerð á svipuðum forsendum," segir hann. Platan hefur þegar fengið góða dóma og fékk til að mynda fjórar stjörnur af fimm mögulegum í vefútgáfu enska blaðsins The Independent. Þar segir að með Plastic Lions hafi Einar stimplað sig inn sem einn framsæknasti fartölvu-trúbador heims með lögum um ljón, seli og reykjandi kvikmyndastjörnur. Nýja platan byggi á svipuðum grunni en þó sé kjötið töluvert meira á beinunum en áður. Níu ár í LondonEinar hefur búið í London undanfarin níu ár en áður en hann fluttist út var hann m.a. meðlimur hljómsveitarinnar Cigarette með söngkonuna Heiðrúnu Önnu Björnsdóttur í fararbroddi. Gaf sveitin út plötuna Double Talk árið 1995. Eftir að því ævintýri lauk fluttist Einar út og hefur allar götur síðan starfað sem upptökustjóri og útsetjari. Hann gekk til liðs við hljómsveitina Lorien sem gerði útgáfusamning við Sony og gaf út plötu árið 2001. Ekkert varð af frekari sigrum hennar og því ákvað Einar að einbeita sér að sólóferli sínum, sem hefur nú getið af sér tvær plötur. Voff Voff kemur út í Bretlandi á vegum útgáfufyrirtækisins Instant Karma en hér heima á vegum 12 Tóna. Tónleikar á Isle of WightEinar segist vinna meira og minna einn í tónlistinni sinni en fá aðstoð frá áströlskum trommara og enskum sellóleikara á tónleikum. "Það besta við það að vera einn er að maður ber alla ábyrgð sjálfur og það er ekki hægt að kenna neinum öðrum um neitt. Maður gerir það sem maður vill gera og verður að taka við hrósi eða skömmum. Ég myndi samt ekki nenna að spila einn á tónleikum, það er meira félagslegt." Einar mun spila á Íslandi í ágúst til að fylgja plötunni eftir. Í september kemur hann síðan fram á tónlistarhátíðinni Bestival sem verður haldin á Isle of Wight í Bretlandi. Á meðal annarra sem munu troða þar upp eru Hot Chip, Kid Carpet, Pet Shop Boys, The Stranglers, The Fall, Devendra Banhart og Jim Noir. Orðinn mettaðurÞrátt fyrir að vera búinn að festa sig vel í sessi í London er Einar orðinn þreyttur á verunni ytra og býst við að flytja aftur heim á næstunni. "Ég er orðinn mettaður, ég verð að viðurkenna það," segir hann. "Maður er kominn með annan fótinn heim og er farinn að leita að afsökunum til að vera þar. Ég hugsa að það sé ekki langt í mann. Loksins þegar maður er búinn að koma sér vel fyrir þá hleypur maður í burtu," segir hann og hlær. "Þetta er búið að vera ljómandi gott úti, annars væri maður ekki búinn að ílengjast þar svona lengi. Það er æðislegt að vera tónlistarmaður þarna. Það er svo mikið að gera og svo getur maður lifað af þessu, það finnst mér það skemmtilegasta af öllu." Þriðja platan í vinnsluEinar er þegar byrjaður að vinna að sinni þriðju plötu en þess á milli ætlar hann vinna baki brotnu við að byggja sér sumarbústað heima á Íslandi. Menning Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Einar Tönsberg hefur gefið út sína aðra sólóplötu, Voff Voff, undir listamannsnafninu Eberg. Freyr Bjarnason spjallaði við Einar, sem er kominn með annan fótinn til Íslands. Fyrsta sólóplata Einars, Plastic Lions, kom út fyrir tæpum þremur árum hér heima og fékk prýðilegar viðtökur. "Hún gekk mjög vel ytra og var grundvöllur fyrir mig til að halda áfram og gera næstu plötu sem er Voff Voff," segir Einar, sem var í hálft ár að "dútla" í henni. "Ég vildi gera skemmtilega plötu, vildi skemmta sjálfum mér. Mig langaði mest til að pirra fólk og ekki gefa því mikinn frið því mér finnst svoleiðis tónlist sjálfur skemmtileg," segir hann.Framsækinn fartölvu-trúbadorAð sögn Einars er nýja platan agressívari en um leið aðgengilegri en Plastic Lions. "Hún er í sjálfu sér eðlilegt framhald af henni. En mér þykir rosalega vænta um hina plötuna en það tók svolítinn tíma að komast inn í hana. Hún var samt gerð á svipuðum forsendum," segir hann. Platan hefur þegar fengið góða dóma og fékk til að mynda fjórar stjörnur af fimm mögulegum í vefútgáfu enska blaðsins The Independent. Þar segir að með Plastic Lions hafi Einar stimplað sig inn sem einn framsæknasti fartölvu-trúbador heims með lögum um ljón, seli og reykjandi kvikmyndastjörnur. Nýja platan byggi á svipuðum grunni en þó sé kjötið töluvert meira á beinunum en áður. Níu ár í LondonEinar hefur búið í London undanfarin níu ár en áður en hann fluttist út var hann m.a. meðlimur hljómsveitarinnar Cigarette með söngkonuna Heiðrúnu Önnu Björnsdóttur í fararbroddi. Gaf sveitin út plötuna Double Talk árið 1995. Eftir að því ævintýri lauk fluttist Einar út og hefur allar götur síðan starfað sem upptökustjóri og útsetjari. Hann gekk til liðs við hljómsveitina Lorien sem gerði útgáfusamning við Sony og gaf út plötu árið 2001. Ekkert varð af frekari sigrum hennar og því ákvað Einar að einbeita sér að sólóferli sínum, sem hefur nú getið af sér tvær plötur. Voff Voff kemur út í Bretlandi á vegum útgáfufyrirtækisins Instant Karma en hér heima á vegum 12 Tóna. Tónleikar á Isle of WightEinar segist vinna meira og minna einn í tónlistinni sinni en fá aðstoð frá áströlskum trommara og enskum sellóleikara á tónleikum. "Það besta við það að vera einn er að maður ber alla ábyrgð sjálfur og það er ekki hægt að kenna neinum öðrum um neitt. Maður gerir það sem maður vill gera og verður að taka við hrósi eða skömmum. Ég myndi samt ekki nenna að spila einn á tónleikum, það er meira félagslegt." Einar mun spila á Íslandi í ágúst til að fylgja plötunni eftir. Í september kemur hann síðan fram á tónlistarhátíðinni Bestival sem verður haldin á Isle of Wight í Bretlandi. Á meðal annarra sem munu troða þar upp eru Hot Chip, Kid Carpet, Pet Shop Boys, The Stranglers, The Fall, Devendra Banhart og Jim Noir. Orðinn mettaðurÞrátt fyrir að vera búinn að festa sig vel í sessi í London er Einar orðinn þreyttur á verunni ytra og býst við að flytja aftur heim á næstunni. "Ég er orðinn mettaður, ég verð að viðurkenna það," segir hann. "Maður er kominn með annan fótinn heim og er farinn að leita að afsökunum til að vera þar. Ég hugsa að það sé ekki langt í mann. Loksins þegar maður er búinn að koma sér vel fyrir þá hleypur maður í burtu," segir hann og hlær. "Þetta er búið að vera ljómandi gott úti, annars væri maður ekki búinn að ílengjast þar svona lengi. Það er æðislegt að vera tónlistarmaður þarna. Það er svo mikið að gera og svo getur maður lifað af þessu, það finnst mér það skemmtilegasta af öllu." Þriðja platan í vinnsluEinar er þegar byrjaður að vinna að sinni þriðju plötu en þess á milli ætlar hann vinna baki brotnu við að byggja sér sumarbústað heima á Íslandi.
Menning Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira