fótbolti Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að Didier Drogba sé ekki á förum frá félaginu eins og orðrómur hefur verið um.
Margir eru að tala um að Andriy kæmi inn og Drogba færi en það var aldrei, aldrei áætlunin. Þeir eru tveir framherjar með mjög mismunandi eiginleika, sagði Mourinho.
Andriy er hraður með boltann á tánum, frábærar hreyfingar og með auga fyrir spili, hann er frábær leikmaður. Didier er sterkur, kraftmikill, baráttuhundur og frábær í að skapa öðrum pláss. Þeir gætu því náð vel saman frammi, bætti Mourinho við.
