Innlent

Kjaranefnd ákvarði laun embættismanna

Stjórnarfrumvarp til laga um kjararáð verður lagt fram á Alþingi á næstu dögum. Í því er gert ráð fyrir að Kjaradómi og Kjaranefnd verði steypt saman í fimm manna kjararáð og mun það ákveða laun forseta, ráðherra, þingmanna og dómara. Nefnd allra þingflokka sem ríkistjórnin skipaði 30. janúar síðast, til að fara yfir lög um Kjaradóm og kjaranefnd skilaði inn niðustöðum sínum í gærkvöldi. Í tillögunni er gert ráð fyrir að að Kjaradómi og Kjaranefnd verði steypt saman í fimm manna kjararáð og munu þrír þeirra verða skipaðir af Alþingi, einn af fjármálaráðherra og einn af hæstarétti. Gert er ráð fyrir því að fullskipað ráðið ákvarði laun þjóðkjörinna embættismanna og dómara en þriggja manna hópur innan ráðsins kjör ríkisstarfsmanna sem ekki geta gengið frá samningum um kjör sín á venjubundinn hátt vegni eðlis starfanna eða samningsstöðu. Þá mun engin breyting verða á því hverjir heyra undir ráðið til að byrja með en í framtíðinni mun ráðið sjálft úrskurða hvort tilteknir hópar uppfylli skilyrði laga þannig að um kjör þeirra skuli fjallað í ráðinu. Eins er tekið fram í tillögunum að kjararáð fari með endanlegt úrskurðarvald og því verði ekki hægt að skjóta úrskurðum þess til annars stjórnvald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×