Innlent

Varnarliðið sagðist ekki aflögufært með þyrlur

MYND/Teitur

Varnarliðið gat ekki orðið við beiðni Landhelgisgæslunnar í gærmorgun um að senda þyrlur með í björgunarleiðangur minni þyrlu Gæslunnar norður fyrir land við hættuleg skilyrði. Það sagðist ekki vera aflögufært með þyrlur þar sem aðeins tvær væru til taks í stað fjögurra venjulega.

Strax í gærmorogun þegar neyðarkallið barst frá norska selveiðiskipinu um að þar væri veikur maður um borð var ljóst að veðurskilyrði til flugs á móts við skipið væru afar tvísýn og var því óskað eftir því að tvær Varnarliðsþyrlur tækju þátt í leiðangrinum ef eitthvað færi úrskeiðis hjá gæsluþyrlunni.

Fljótlega bærust þau svör að Varnarliðið væri ekki aflögufært með þyrlur, því tvær væru í útlöndum í þjállfunarverkefni, ein í skoðun og aðeins tvær væru til taks til að vakta æfingaflug herþotnanna. Hins vegar yrði brugðist við eftir fögnum ef neyðarástand skapaðist, það er ef eitthvað kæmi fyrir gæsluþyrluna, og þá væntanlega norður af landinu, þannig að fyrir lægi langur flugtími varnarliðsþyrlnanna.

Áhöfn gæsluþyrlunnar kláraði sig af verkefninu eftir að hafa telft á tvísýnu oftar en einu sinni og naut við það aðstoðar Fokker-vélar Gæslunnar, sem gat leiðbeint henni í slæmu skyggni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×