Breikkun ekki á döfinni 1. mars 2005 00:01 Frekari breikkun þjóðvegarins milli Reykjavíkur og Selfoss er ekki á forgangslista samgönguráðuneytisins næstu árin þrátt fyrir að umferð um veginn hafi nær tvöfaldast síðusta áratug. Sunnlendingar segja þetta miður en útreikningar þeirra sýna að með sömu aukningu og verið hefur verður umferð um Suðurlandsveg hin sama árið 2008 og er um Reykjanesbrautina nú. Sunnlendingar telja frekari breikkun Suðurlandsvegar afar mikilvæga fyrir þau ört vaxandi sveitarfélög sem þar eru og benda á að áætlaður kostnaður við slíkt sé mun minni en annarra samgönguverkefna sem til stendur að ráðast í næstu árin. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafa ályktað um málið og átt fundi með Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra en undirtektir hans verið dræmar að sögn Þorvarðar Hjaltasonar framkvæmdastjóra. "Vissulega er verið að hefja framkvæmdir við breikkun á kafla vegarins yfir Svínahraun en betur má ef duga skal. Það er mat okkar að tími sé til kominn að breikka hann alla leið í þrjár akreinar hið minnsta. Bæði vegna þess að umferð hefur aukist jafnt og þétt hin síðari ár og líkur á frekari aukningu þau næstu. Eins hefur verið sýnt fram á með rannsóknum að þrjár akreinar fækka slysum um allt að 30 prósent." Þorvarður segir að allir útreikningar sýni að hægt sé að hrinda hugmyndum Sunnlendinga í framkvæmd fyrir um milljarð króna en þeir útreikningar miðast við þreföldun vegarins, góð veglýsingu alla leið og miðjuvegrið til að auka öryggi allra þeirra er um veginn fara. Umferð um Suðurlandsveg hefur aukist umtalsvert hin síðari ár. Milli Hveragerðis og Selfoss fóru að jafnaði rúmlega sex þúsund bílar dag hvern á síðasta ári og tæplega sex þúsund fóru um Hellisheiðina en til samanburðar er umferðin um Reykjanesbrautina um átta þúsund bílar á dag. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Frekari breikkun þjóðvegarins milli Reykjavíkur og Selfoss er ekki á forgangslista samgönguráðuneytisins næstu árin þrátt fyrir að umferð um veginn hafi nær tvöfaldast síðusta áratug. Sunnlendingar segja þetta miður en útreikningar þeirra sýna að með sömu aukningu og verið hefur verður umferð um Suðurlandsveg hin sama árið 2008 og er um Reykjanesbrautina nú. Sunnlendingar telja frekari breikkun Suðurlandsvegar afar mikilvæga fyrir þau ört vaxandi sveitarfélög sem þar eru og benda á að áætlaður kostnaður við slíkt sé mun minni en annarra samgönguverkefna sem til stendur að ráðast í næstu árin. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafa ályktað um málið og átt fundi með Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra en undirtektir hans verið dræmar að sögn Þorvarðar Hjaltasonar framkvæmdastjóra. "Vissulega er verið að hefja framkvæmdir við breikkun á kafla vegarins yfir Svínahraun en betur má ef duga skal. Það er mat okkar að tími sé til kominn að breikka hann alla leið í þrjár akreinar hið minnsta. Bæði vegna þess að umferð hefur aukist jafnt og þétt hin síðari ár og líkur á frekari aukningu þau næstu. Eins hefur verið sýnt fram á með rannsóknum að þrjár akreinar fækka slysum um allt að 30 prósent." Þorvarður segir að allir útreikningar sýni að hægt sé að hrinda hugmyndum Sunnlendinga í framkvæmd fyrir um milljarð króna en þeir útreikningar miðast við þreföldun vegarins, góð veglýsingu alla leið og miðjuvegrið til að auka öryggi allra þeirra er um veginn fara. Umferð um Suðurlandsveg hefur aukist umtalsvert hin síðari ár. Milli Hveragerðis og Selfoss fóru að jafnaði rúmlega sex þúsund bílar dag hvern á síðasta ári og tæplega sex þúsund fóru um Hellisheiðina en til samanburðar er umferðin um Reykjanesbrautina um átta þúsund bílar á dag.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira