Breikkun ekki á döfinni 1. mars 2005 00:01 Frekari breikkun þjóðvegarins milli Reykjavíkur og Selfoss er ekki á forgangslista samgönguráðuneytisins næstu árin þrátt fyrir að umferð um veginn hafi nær tvöfaldast síðusta áratug. Sunnlendingar segja þetta miður en útreikningar þeirra sýna að með sömu aukningu og verið hefur verður umferð um Suðurlandsveg hin sama árið 2008 og er um Reykjanesbrautina nú. Sunnlendingar telja frekari breikkun Suðurlandsvegar afar mikilvæga fyrir þau ört vaxandi sveitarfélög sem þar eru og benda á að áætlaður kostnaður við slíkt sé mun minni en annarra samgönguverkefna sem til stendur að ráðast í næstu árin. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafa ályktað um málið og átt fundi með Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra en undirtektir hans verið dræmar að sögn Þorvarðar Hjaltasonar framkvæmdastjóra. "Vissulega er verið að hefja framkvæmdir við breikkun á kafla vegarins yfir Svínahraun en betur má ef duga skal. Það er mat okkar að tími sé til kominn að breikka hann alla leið í þrjár akreinar hið minnsta. Bæði vegna þess að umferð hefur aukist jafnt og þétt hin síðari ár og líkur á frekari aukningu þau næstu. Eins hefur verið sýnt fram á með rannsóknum að þrjár akreinar fækka slysum um allt að 30 prósent." Þorvarður segir að allir útreikningar sýni að hægt sé að hrinda hugmyndum Sunnlendinga í framkvæmd fyrir um milljarð króna en þeir útreikningar miðast við þreföldun vegarins, góð veglýsingu alla leið og miðjuvegrið til að auka öryggi allra þeirra er um veginn fara. Umferð um Suðurlandsveg hefur aukist umtalsvert hin síðari ár. Milli Hveragerðis og Selfoss fóru að jafnaði rúmlega sex þúsund bílar dag hvern á síðasta ári og tæplega sex þúsund fóru um Hellisheiðina en til samanburðar er umferðin um Reykjanesbrautina um átta þúsund bílar á dag. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Sjá meira
Frekari breikkun þjóðvegarins milli Reykjavíkur og Selfoss er ekki á forgangslista samgönguráðuneytisins næstu árin þrátt fyrir að umferð um veginn hafi nær tvöfaldast síðusta áratug. Sunnlendingar segja þetta miður en útreikningar þeirra sýna að með sömu aukningu og verið hefur verður umferð um Suðurlandsveg hin sama árið 2008 og er um Reykjanesbrautina nú. Sunnlendingar telja frekari breikkun Suðurlandsvegar afar mikilvæga fyrir þau ört vaxandi sveitarfélög sem þar eru og benda á að áætlaður kostnaður við slíkt sé mun minni en annarra samgönguverkefna sem til stendur að ráðast í næstu árin. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafa ályktað um málið og átt fundi með Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra en undirtektir hans verið dræmar að sögn Þorvarðar Hjaltasonar framkvæmdastjóra. "Vissulega er verið að hefja framkvæmdir við breikkun á kafla vegarins yfir Svínahraun en betur má ef duga skal. Það er mat okkar að tími sé til kominn að breikka hann alla leið í þrjár akreinar hið minnsta. Bæði vegna þess að umferð hefur aukist jafnt og þétt hin síðari ár og líkur á frekari aukningu þau næstu. Eins hefur verið sýnt fram á með rannsóknum að þrjár akreinar fækka slysum um allt að 30 prósent." Þorvarður segir að allir útreikningar sýni að hægt sé að hrinda hugmyndum Sunnlendinga í framkvæmd fyrir um milljarð króna en þeir útreikningar miðast við þreföldun vegarins, góð veglýsingu alla leið og miðjuvegrið til að auka öryggi allra þeirra er um veginn fara. Umferð um Suðurlandsveg hefur aukist umtalsvert hin síðari ár. Milli Hveragerðis og Selfoss fóru að jafnaði rúmlega sex þúsund bílar dag hvern á síðasta ári og tæplega sex þúsund fóru um Hellisheiðina en til samanburðar er umferðin um Reykjanesbrautina um átta þúsund bílar á dag.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Sjá meira