Erlent

Olían bíður seinni tíma

Væntanleg stjórnarskrá Íraks kveður ekki á um hvernig olíulindum landsins skuli stjórnað, sagði Ibrahim Bahr al-Uloum, olíumálaráðherra Íraks, í gær. Hann sagði þó ákvæði um að auður af náttúruauðlindum væri fyrir alla Íraka. Spurningin um hvernig olíuauðnum skuli skipt er ein sú erfiðasta sem semjendur stjórnarskrárinnar standa frammi fyrir. Bahr al-Uloum sagði réttlátt að olíuframleiðsluhéruð fengju meiri hlutdeild í olíuauðnum en önnur héruð þar sem þau þyrftu að þola mengun frá starfseminni, auðlindirnar væru þó eign allra Íraka sem ættu að njóta góðs af.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×