Erlent

Flug BA enn í ólagi

Enn eru þúsundir farþega British Airways strandaglópar um allan heim þó að starfsmenn sem voru í verkfalli á Heathrow-flugvelli hafi snúið til vinnu í gærdag. Flug hófst þaðan í gærkvöldi en það mun taka dágóðan tíma að koma áætluninni í samt lag þar sem yfir hundrað vélar og þúsund manns úr áhöfnum voru á kolröngum stöðum í gærdag. Sérfræðingar segja ljóst að flugfélagið hafi tapað tugum milljóna punda á skæruverkfallinu en um hundrað og tíu þúsund farþegar komust ekki leiðar sinnar vegna þess. Önnur flugfélög lentu einnig í vandræðum, meðal annars Finnair, Quantar og Sri Lankan Airlines.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×