"Við hönnum allt og saumum sjálfar, hver og ein undir sínu merki. Þetta er fatnaður á konur og börn og við erum líka með töluvert úrval af fatnaði fyrir barnshafandi konur," segir Kolbrún.
Búðin er björt og falleg og hönnun þeirra vinkvennanna nýtur sín vel. Verslunin er í sama húsi og Frú Fiðrildi og saman mynda búðirnar skemmtilega heild. Stemningin er notaleg og stundum er staðið fyrir skemmtilegum uppákomum. Um daginn var til að mynda haldið dömukvöld í Pjúra og þangað mættu um 100 manns.
Þessa dagana er sumarútsala í Pjúra og góður afsláttur af völdum vörum. Pils, kjólar og bolir eru á tilboði og hægt er fá einstakar flíkur á frábæru verði.



