Innlent

Aukinn viðbúnaður hjá lögreglu

Fyrsta helgin í júlí hefur verið önnur stærsta ferðahelgi sumarsins og safnast fólk saman á víða á landinu. Lögreglan er með auka viðbúnað á nokkrum stöðum þar sem búist er við mannmergð, auk herts umferðareftirlits í tengslum við umferðarátak Umferðarstofu. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli eru allir tiltækir lögreglumenn á vakt. Bæði verður aukið umferðareftirlit, almennt eftirlit svo og fíkniefnaeftirlit. Á Höfn er lögreglan í viðbragðsstöðu með aukinn mannskap en strax hafa menn verið teknir fyrir ölvunarakstur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×