Erlent

i-Pod með farsíma

Hlutabréf í Apple-fyrirtækinu tóku góðan kipp upp á við í dag, eftir að forstjóri fyrirtækisins kynnti til sögunnar iPod-farsíma og nýjan og enn minni spilara. Með I-pod spilaranum er hægt að hlaða niður tónlist af tölvu. Nýji síminn hefur alla þá tæknimöguleika sem i-pod spilarinn hefur, getur geymt og spilað 100 lög, er með litaskjá og innbyggðri myndavél. Hann er framleiddur í samstarfi við Motorola og markar innreið Apple fyrirtækisins inn á farsímamarkað og vonast forsvarsmenn fyrirtækisins að það verði til þess að Apple tryggi stöðu sína sem aðal-framleiðandi stafrænna tónlistarspilara. Nú búast sérfræðingar fastlega við að svar símaframleiðenda verði farsímar með innbyggðum tónlistarspilurum. Forsjóri Apple Steve Jobs kynnti einnig til sögunnar nýjan i-pod spilara sem kemur í stað i-pod mini. Sá ber nafnið Nano og er mun léttari og þinnri en forverinn. Hann á að geta geymt þúsund lög eða 25 þúsund myndir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×