Orkuveitan reisir 600 bústaði 31. maí 2005 00:01 "Orkuveitan á frábær lönd við ÚIfljótsvatn, í Hvammsvík og á Nesjavöllum og það er vilji til að nýta þau," sagði Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, en í dag mun stjórn Orkuveitunnar taka ákvörðun um hvort Orkuveitan verði með í félagi um byggingu allt að 600 sumarbústaða í landi Úlfljótsvatns í Grímsnes- og Grafningshreppi. Nýtt félag í eigu Orkuveitu Reykjavíkur og Klasa, sem er dótturfélag Íslandsbanka, hyggst reisa að minnsta kosti sex hundruð sumarbústaði í nýrri frístundabyggð ef tillaga um það verður samþykkt á stjórnarfundi í dag. Lagt verður til að stofnað verði nýtt hlutafélag um reksturinn, Úlfljótsvatn frístundabyggð. Félagið verður til helminga í eigu Orkuveitunnar og Klasa. Hvor eigendanna mun leggja fram allt að 150 milljónir króna í hlutafé til hins nýja félags. Framlag Orkuveitunnar verður í formi landsvæðis en Klasi leggur fram reiðufé. Samkvæmt hluthafasamningi sem gerður hefur verið leggur Orkuveitan fram jörðina Úlfljótsvatn, sem er tæplega 1.500 hektarar og er að verðmæti 150 milljónir króna. Klasi greiðir annars vegar 50 milljónir króna í formi hlutafjár og með kaupum á hlutafé af Orkuveitunni fyrir sömu upphæð. Markmið félagsins er að annast mögulega byggingu og sölu sumarhúsa og þjónusta frístundabyggðina. Gert er ráð fyrir að hver lóð verði að lágmarki hálfur hektari og er gert ráð fyrir byggð að minnsta kosti 600 húsa, og fleiri ef mögulegt er. Miðað er við að undirbúningstími byggðarinnar hefjist strax og vari til ársloka 2006 en gert er ráð fyrir að byggingaframkvæmdir geti hafist á árinu 2007. "Ég og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fórum til Bandaríkjanna til að skoða frístundabyggðir og eftir þá ferð var auglýst eftir samstarfsaðila," sagði Alfreð Þorsteinsson. Meðal manna í varastjórn Klasa eru athafnamennirnir Ásgeir Bolli Kristinsson og Sigurður Gísli Pálmason. Fréttir Innlent Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira
"Orkuveitan á frábær lönd við ÚIfljótsvatn, í Hvammsvík og á Nesjavöllum og það er vilji til að nýta þau," sagði Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, en í dag mun stjórn Orkuveitunnar taka ákvörðun um hvort Orkuveitan verði með í félagi um byggingu allt að 600 sumarbústaða í landi Úlfljótsvatns í Grímsnes- og Grafningshreppi. Nýtt félag í eigu Orkuveitu Reykjavíkur og Klasa, sem er dótturfélag Íslandsbanka, hyggst reisa að minnsta kosti sex hundruð sumarbústaði í nýrri frístundabyggð ef tillaga um það verður samþykkt á stjórnarfundi í dag. Lagt verður til að stofnað verði nýtt hlutafélag um reksturinn, Úlfljótsvatn frístundabyggð. Félagið verður til helminga í eigu Orkuveitunnar og Klasa. Hvor eigendanna mun leggja fram allt að 150 milljónir króna í hlutafé til hins nýja félags. Framlag Orkuveitunnar verður í formi landsvæðis en Klasi leggur fram reiðufé. Samkvæmt hluthafasamningi sem gerður hefur verið leggur Orkuveitan fram jörðina Úlfljótsvatn, sem er tæplega 1.500 hektarar og er að verðmæti 150 milljónir króna. Klasi greiðir annars vegar 50 milljónir króna í formi hlutafjár og með kaupum á hlutafé af Orkuveitunni fyrir sömu upphæð. Markmið félagsins er að annast mögulega byggingu og sölu sumarhúsa og þjónusta frístundabyggðina. Gert er ráð fyrir að hver lóð verði að lágmarki hálfur hektari og er gert ráð fyrir byggð að minnsta kosti 600 húsa, og fleiri ef mögulegt er. Miðað er við að undirbúningstími byggðarinnar hefjist strax og vari til ársloka 2006 en gert er ráð fyrir að byggingaframkvæmdir geti hafist á árinu 2007. "Ég og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fórum til Bandaríkjanna til að skoða frístundabyggðir og eftir þá ferð var auglýst eftir samstarfsaðila," sagði Alfreð Þorsteinsson. Meðal manna í varastjórn Klasa eru athafnamennirnir Ásgeir Bolli Kristinsson og Sigurður Gísli Pálmason.
Fréttir Innlent Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira