Trommari með Texas-hatt 19. maí 2005 00:01 "Þessa dagana held ég mest upp á tvær samstæðar flíkur sem ég nota mikið. Það er annars vegar brúnn flauelsjakki frá Batistini og hins vegar forláta hattur sem ég keypti í Austin í Texas og smellpassar við jakkann," segir Jón Geir aðspurður um sína uppáhaldsflík. Jón Geir vinnur í Dressmann í Kringlunni og kaupir mikið af sínum fötum þar. Jakkinn góði er þaðan en hatturinn fannst þegar Jón Geir var á tónleikaferðalagi í Texas. "Þetta er gamaldags herrahattur úr brúnu flaueli sem minnir einna helst á tískuna á fjórða og fimmta áratugnum. Ég ætlaði upprunalega að kaupa mér ekta kúrekahatt og hélt að það yrði auðvelt að finna einn slíkan í Austin. Borgin reyndist hins vegar vera minni kúrekabær en ég bjóst við og þótt undarlegt megi virðast fann ég engan kúrekahatt. En ég er mjög ánægður með hattinn sem ég keypti og nota hann mikið." Jón Geir spilar með hljómsveitinni Hraun, sem heldur tónleika í kvöld á Café Rósenberg. Þar verða leikin lög af tveimur plötum hljómsveitarinnar, "Partýplötunni Partý" sem kemur út í dag og "I can´t believe it´s not happiness" sem er væntanleg seinna í sumar. "Þetta eru frekar ólíkar plötur og við ætlum að leyfa fólki að heyra lög af þeim báðum," segir Jón Geir, sem lofar góðum tónleikum strax og útsendingu frá Evrópusöngvakeppninni lýkur í kvöld. Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
"Þessa dagana held ég mest upp á tvær samstæðar flíkur sem ég nota mikið. Það er annars vegar brúnn flauelsjakki frá Batistini og hins vegar forláta hattur sem ég keypti í Austin í Texas og smellpassar við jakkann," segir Jón Geir aðspurður um sína uppáhaldsflík. Jón Geir vinnur í Dressmann í Kringlunni og kaupir mikið af sínum fötum þar. Jakkinn góði er þaðan en hatturinn fannst þegar Jón Geir var á tónleikaferðalagi í Texas. "Þetta er gamaldags herrahattur úr brúnu flaueli sem minnir einna helst á tískuna á fjórða og fimmta áratugnum. Ég ætlaði upprunalega að kaupa mér ekta kúrekahatt og hélt að það yrði auðvelt að finna einn slíkan í Austin. Borgin reyndist hins vegar vera minni kúrekabær en ég bjóst við og þótt undarlegt megi virðast fann ég engan kúrekahatt. En ég er mjög ánægður með hattinn sem ég keypti og nota hann mikið." Jón Geir spilar með hljómsveitinni Hraun, sem heldur tónleika í kvöld á Café Rósenberg. Þar verða leikin lög af tveimur plötum hljómsveitarinnar, "Partýplötunni Partý" sem kemur út í dag og "I can´t believe it´s not happiness" sem er væntanleg seinna í sumar. "Þetta eru frekar ólíkar plötur og við ætlum að leyfa fólki að heyra lög af þeim báðum," segir Jón Geir, sem lofar góðum tónleikum strax og útsendingu frá Evrópusöngvakeppninni lýkur í kvöld.
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira