Erlent

Ákærðir fyrir aðild að þjóðarmorði

Réttarhöld hófust í Belgíu í dag yfir tveimur hálfbræðrum frá Rúanda sem ákærðir eru fyrir aðild sína að þjóðarmorði í Rúanda árið 1994. Þeim er gefið að sök að hafa aðstoðað hermenn úr ættbálki Hútúa að myrða um 50 þúsund manns með því að útvega þeim farartæki og gefið þeim bjór eftir drápin. Hálfbræðurnir og viðskiptamennirnir Etienne Nzabonimana og Samuel Ndashyikirwa voru handteknir í Belgíu árið 2002 en samkvæmt belgískum lögum má rétta yfir stríðsglæpamönnum í landinu jafnvel þótt þeir séu ekki belgískir og þótt þeir hafi framið brot sín í öðru landi. Þetta eru önnur réttarhöldin í Belgíu þar sem stuðst er við þessi lög, en árið 2001 voru fjórir Rúandabúar sakfelldir fyrir aðild sína að þjóðarmorðinu, en alls er talið um 800 þúsund manns hafi verið myrtir í Rúanda árið 1994.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×