Erlent

Hefur gefið gagnlegar upplýsingar

Pakistanskir embættismenn greindur frá því í gær að meintur al-Kaída liði, Abu Faraj al-Libbi sem handtekinn var fyrr í mánuðinum, hefði þegar gefið mikilvægar upplýsingar sem leitt hefðu til handtöku um tíu manna. Al-Libbi hefur ekki verið leiddur fyrir dómara og ekki er víst að meðferðin sem hann sætir sé í samræmi við alþjóðalög. Ennfremur hefur verið kvittur á kreiki um að al-Libbi sé ekki eins hátt settur í al-Kaída og yfirvöld segja heldur sé honum viljandi ruglað við annan mann, Anas al-Liby, til að sýna fram á árangur í stríðinu gegn hryðjuverkum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×