Erlent

1000 hermenn í samræmdri aðgerð

Hátt í þúsund írakskir og bandarískir hermenn létu til skarar skríða í vesturhluta Íraks í dag í leit að hryðjuverkamönnum. Leitað hefur verið hús úr húsi í bænum Haditha og hafa margir þegar verið yfirheyrðir. Þetta er ein umfangsmesta aðgerð sem hersveitirnar hafa gripið til á svæðinu en talið er að uppreisnarmenn, með hryðjuverkaleiðtogann Abu Musab al-Zarqawi í broddi fylkgingar, haldi sig þar. Níu bandarískir hermenn hafa látið lífið í Írak á undanförnum sólarhring.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×