Erlent

Veikin gæti breiðst út með Glommu

Hermannaveikin í Noregi gæti breiðst út með stærstu á landsins, Glommu. Þrjátíu og fjórir hafa nú greinst með hermannaveiki í Noregi og voru tveir til viðbótar lagðir inn á sjúkrahús í nótt. Fimm eru látnir úr hermannaveiki í Friðriksstað og nágrenni. Yfir hundrað hafa gengist undir rannsóknir og þrjátíu og fjórir hafa greinst með veikina. Læknar segja töluna að líkindum hærri, til að mynda þar sem um tuttugu prósent sýktra greinast ekki við próf. Leitað er uppsprettu veikinnar og telja norskir heilbrigðissérfræðingar nú að gróðarstían geti tengst ánni Glommu sem er stærsta á Noregs. Svæðið þar sem talið er nú að veikin finnist er mun stærra en í upphafi var talið og er það ein ástæða þess að sérfræðingar horfa til Glommu. Svæðið nær frá Friðriksstaðarbrúnni til Sarpsborgar. Veðurskilyrði eru sögð hafa verið með þeim hætti að smit gæti hafa borist í vatnból tengd ánni og smit hefur fundist í loftræstikæluturnum í nánd við ánna sem þykir renna stoðum undir þennan grun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×