Erlent

Discovery á leið heim

Geimferjan Discovery er lögð af stað aftur til jarðar eftir ferð að alþjóðlegu geimstöðinni. Ef allt gengur að óskum er búist við því að hún lendi á morgun. Í gær var hún losuð frá alþjóðlegu geimstöðinni þangað sem fluttar voru vistir og mannskapur. Síðast þegar reynt var að lenda geimferju fyrir háflu þriðja ári fórst geimferjan Columbia með geigvænlegum afleiðingum. Allir áhafnarmeðlimir létust og tæpum fjörutíu tonnum af braki rigndi yfir Texas og Louisiana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×