Erlent

Nítján létust í flugslysi

Nítján létust þegar túnísk farþegaflugvél fórst við strendur Sikileyjar í gærmorgun. Vélin var á leið frá ítölsku borginni Bari til borgarinnar Djerba í Túnis þegar hún brotlenti á Miðjarðarhafinu. Tuttugu manns lifðu slysið af. Saksóknarinn í Palermo á Sikiley, Piero Grosso, sagði orsakir slyssins óljósar en útilokaði ekki að hugsanlega væri um hryðjuverk að ræða. Flugmenn neyddust til að nauðlenda vélinni í kjölfar bilunar í tækjabúnaði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×