Erlent

Robin Cook látinn

Robin Cook, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, hné niður þegar hann var að ganga á fjallið Ben Stack í hálöndum Skotlands. Hann var sóttur með sjúkraþyrlu og flogið á spítala í Inverness þar sem hann lést í gær. Að sögn félaga hans var Cook í góðu formi og stundaði mikla útiveru. Ekki hefur enn neitt verið gefið út um dánarorsök hans. Cook gegndi embætti utanríkisráðherra í ríkisstjórn Tonys Blair á árunum 1997-2001 en sagði þá af sér vegna andstöðu við utanríkisstefnu stjórnarinnar. Hann varð 59 ára.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×