Erlent

Fimm enn saknað eftir flugslys

Nú er orðið ljóst að 14 létust og 20 slösuðust þegar flugvél Tunisair hrapaði í sjóinn undan ströndum Sikileyjar í dag. Fimm er enn saknað en ekki er ljóst hverrar þjóðar fólkið er. Vélin, sem er tveggja hreyfla, af gerðinni ATR-42 og tekur 50 manns í sæti, var á leið frá Bari á Ítalíu til eyjarinnar Djerba við Túnis þegar flugmálayfirvöldum á Palermo-flugvelli á Sikiley barst tilkynning frá flugmönnunum um tæknibilun í vélinni. Í kjölfarið hugðust þeir halda til flugvallarins en náðu ekki þangað svo þeir reyndu að nauðlenda vélinni á hafi úti en það mistókst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×