Styttingu framhaldsnáms seinkar 28. maí 2005 00:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur ákveðið að fresta fyrirhugaðri styttingu á námi til stúdentsprófs um eitt ár. Það þýðir að ný námsskrá tekur gildi haustið 2009 í stað 2008 eins og stefnt var að. Meginástæður breytingarinnar eru ábendingar sem ráðherranum bárust frá nemendum og skólastjórnendum um að ekki væri nægjanlegur tími til stefnu. Einnig komu fram áhyggjur vegna ýmissa þátta í endurmenntun kennara og gerð námskrár og námstefnu. "Aðalatriðið er þó að áformin halda sér, við þurfum að nýta tímann betur og það felst mikil verðmætasköpun í því að hafa þá meginreglu að skólaganga til stúdentsprófs verði þrettán ár í stað fjórtán. Þetta er afar mikilvægt fyrir íslenskt samfélag því það gengur ekki að Ísland sé eina þjóðin í Evrópu sem hefur svo langa skólagöngu til að komast í háskóla", segir Þorgerður Katrín. Hún segir ljóst að breytingin muni kosta hundruð milljóna, en ekki verði hjá því komist að ráðast í þessa framkvæmd. "Okkur ber skylda til að nýta námstímann betur, við erum í alþjóðlegri samkeppni og hvert ár er dýrmætt", segir hún. Þorsteinn Þorsteinsson formaður skólameistarafélags Íslands segist alls ekki ósáttur við frestunina og finnst hún afar eðlileg. "Það eru skiptar skoðanir um þessar breytingar innan raða skólamanna, menn vilja ræða þessi mál betur og þetta gefur mönnum betri tíma til að skoða ýmis álitamál í framkvæmdinni". Hann segist heyra að margir skólamenn hafa nokkrar áhyggjur af framkvæmd breytinganna en sjálfur er hann fylgjandi styttingu námstímans, hefði þó frekar vilja lengja skólaárið meira en segist gera sér grein fyrir því að um það séu mjög skiptar skoðanir. "Þeir sem gagnrýna þessar breytingar mest óttast að með þessu sé verið að skerða námið, það verði minna nám í mikilvægum greinum", segir Þorsteinn. Fréttir Innlent Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Fleiri fréttir BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur ákveðið að fresta fyrirhugaðri styttingu á námi til stúdentsprófs um eitt ár. Það þýðir að ný námsskrá tekur gildi haustið 2009 í stað 2008 eins og stefnt var að. Meginástæður breytingarinnar eru ábendingar sem ráðherranum bárust frá nemendum og skólastjórnendum um að ekki væri nægjanlegur tími til stefnu. Einnig komu fram áhyggjur vegna ýmissa þátta í endurmenntun kennara og gerð námskrár og námstefnu. "Aðalatriðið er þó að áformin halda sér, við þurfum að nýta tímann betur og það felst mikil verðmætasköpun í því að hafa þá meginreglu að skólaganga til stúdentsprófs verði þrettán ár í stað fjórtán. Þetta er afar mikilvægt fyrir íslenskt samfélag því það gengur ekki að Ísland sé eina þjóðin í Evrópu sem hefur svo langa skólagöngu til að komast í háskóla", segir Þorgerður Katrín. Hún segir ljóst að breytingin muni kosta hundruð milljóna, en ekki verði hjá því komist að ráðast í þessa framkvæmd. "Okkur ber skylda til að nýta námstímann betur, við erum í alþjóðlegri samkeppni og hvert ár er dýrmætt", segir hún. Þorsteinn Þorsteinsson formaður skólameistarafélags Íslands segist alls ekki ósáttur við frestunina og finnst hún afar eðlileg. "Það eru skiptar skoðanir um þessar breytingar innan raða skólamanna, menn vilja ræða þessi mál betur og þetta gefur mönnum betri tíma til að skoða ýmis álitamál í framkvæmdinni". Hann segist heyra að margir skólamenn hafa nokkrar áhyggjur af framkvæmd breytinganna en sjálfur er hann fylgjandi styttingu námstímans, hefði þó frekar vilja lengja skólaárið meira en segist gera sér grein fyrir því að um það séu mjög skiptar skoðanir. "Þeir sem gagnrýna þessar breytingar mest óttast að með þessu sé verið að skerða námið, það verði minna nám í mikilvægum greinum", segir Þorsteinn.
Fréttir Innlent Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Fleiri fréttir BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Sjá meira