Styttingu framhaldsnáms seinkar 28. maí 2005 00:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur ákveðið að fresta fyrirhugaðri styttingu á námi til stúdentsprófs um eitt ár. Það þýðir að ný námsskrá tekur gildi haustið 2009 í stað 2008 eins og stefnt var að. Meginástæður breytingarinnar eru ábendingar sem ráðherranum bárust frá nemendum og skólastjórnendum um að ekki væri nægjanlegur tími til stefnu. Einnig komu fram áhyggjur vegna ýmissa þátta í endurmenntun kennara og gerð námskrár og námstefnu. "Aðalatriðið er þó að áformin halda sér, við þurfum að nýta tímann betur og það felst mikil verðmætasköpun í því að hafa þá meginreglu að skólaganga til stúdentsprófs verði þrettán ár í stað fjórtán. Þetta er afar mikilvægt fyrir íslenskt samfélag því það gengur ekki að Ísland sé eina þjóðin í Evrópu sem hefur svo langa skólagöngu til að komast í háskóla", segir Þorgerður Katrín. Hún segir ljóst að breytingin muni kosta hundruð milljóna, en ekki verði hjá því komist að ráðast í þessa framkvæmd. "Okkur ber skylda til að nýta námstímann betur, við erum í alþjóðlegri samkeppni og hvert ár er dýrmætt", segir hún. Þorsteinn Þorsteinsson formaður skólameistarafélags Íslands segist alls ekki ósáttur við frestunina og finnst hún afar eðlileg. "Það eru skiptar skoðanir um þessar breytingar innan raða skólamanna, menn vilja ræða þessi mál betur og þetta gefur mönnum betri tíma til að skoða ýmis álitamál í framkvæmdinni". Hann segist heyra að margir skólamenn hafa nokkrar áhyggjur af framkvæmd breytinganna en sjálfur er hann fylgjandi styttingu námstímans, hefði þó frekar vilja lengja skólaárið meira en segist gera sér grein fyrir því að um það séu mjög skiptar skoðanir. "Þeir sem gagnrýna þessar breytingar mest óttast að með þessu sé verið að skerða námið, það verði minna nám í mikilvægum greinum", segir Þorsteinn. Fréttir Innlent Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur ákveðið að fresta fyrirhugaðri styttingu á námi til stúdentsprófs um eitt ár. Það þýðir að ný námsskrá tekur gildi haustið 2009 í stað 2008 eins og stefnt var að. Meginástæður breytingarinnar eru ábendingar sem ráðherranum bárust frá nemendum og skólastjórnendum um að ekki væri nægjanlegur tími til stefnu. Einnig komu fram áhyggjur vegna ýmissa þátta í endurmenntun kennara og gerð námskrár og námstefnu. "Aðalatriðið er þó að áformin halda sér, við þurfum að nýta tímann betur og það felst mikil verðmætasköpun í því að hafa þá meginreglu að skólaganga til stúdentsprófs verði þrettán ár í stað fjórtán. Þetta er afar mikilvægt fyrir íslenskt samfélag því það gengur ekki að Ísland sé eina þjóðin í Evrópu sem hefur svo langa skólagöngu til að komast í háskóla", segir Þorgerður Katrín. Hún segir ljóst að breytingin muni kosta hundruð milljóna, en ekki verði hjá því komist að ráðast í þessa framkvæmd. "Okkur ber skylda til að nýta námstímann betur, við erum í alþjóðlegri samkeppni og hvert ár er dýrmætt", segir hún. Þorsteinn Þorsteinsson formaður skólameistarafélags Íslands segist alls ekki ósáttur við frestunina og finnst hún afar eðlileg. "Það eru skiptar skoðanir um þessar breytingar innan raða skólamanna, menn vilja ræða þessi mál betur og þetta gefur mönnum betri tíma til að skoða ýmis álitamál í framkvæmdinni". Hann segist heyra að margir skólamenn hafa nokkrar áhyggjur af framkvæmd breytinganna en sjálfur er hann fylgjandi styttingu námstímans, hefði þó frekar vilja lengja skólaárið meira en segist gera sér grein fyrir því að um það séu mjög skiptar skoðanir. "Þeir sem gagnrýna þessar breytingar mest óttast að með þessu sé verið að skerða námið, það verði minna nám í mikilvægum greinum", segir Þorsteinn.
Fréttir Innlent Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Sjá meira