Erlent

Stríðið gegn hryðjuverkum

Það er aðeins eitt stríð í gangi: stríðið gegn hryðjuverkum og einn vígvöllurinn er Írak. Þetta var meginkjarninn í sjónvarpsávarpi Bush Bandaríkjaforseta í gær, þar sem hann tengdi stríðið í Írak og árásirnar á Bandaríkin ellefta september ítrekað saman. Bush var rólegur og yfirvegaður á skjánum í gær enda tilgangurinn að sannfæra landa sína um að allt væri í sómanum. Hann sagði m.a.: Líkt og flestir Bandaríkjamenn hef ég séð myndirnar sem sýna ofbeldi og blóðsúthellingar. Þær eru skelfilegar og þjáningarnar eru raunverulegar. Ég veit að Bandríkjamenn spyrja sig frammi fyrir öllu þessu ofbeldi hvort fórnirnar borgi sig? Þær gera það og eru nauðsynlegar öryggi landsins. Óvinir okkar munu bara bera sigur úr býtum ef við gleymum þeim lærdómi sem við drógum af ellefta september. Látum framtíð Íraka í hendur Zarkaví og látum menn eins og Bin Laden um að ráða framtíð Mið-Austurlanda. Ég vil gæta að öryggi þjóðar minna. Ég læt þetta ekki gerast á minni vakt. Sjö hundruð og fimmtíu hermenn sem hlýddu á Bush fögnuðu ákaft en viðbrögðin á götunni hvort sem er í Írak eða Bandaríkjunm voru heldur neikvæðari. Ávarpið var ekki síst viðbrögð við dvínandi vinsældum Bush og tiltrú almennings á honum. Demókratar gagnrýndu forsetann harðlega í gærkvöldi en samkvæmt könnun CNN voru fjörutíu og sex prósent mjög jákvæð að því loknu, tuttugu og átta prósent nokkuð jákvæð og 24 prósent neikvæð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×